Vill ekki sjá frumvarp með áætlunum um brottflutning hermanna 3. apríl 2007 14:48 MYND/AP George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. Deila hefur staðið á milli forsetans og þingsins vegna frumvarpsins í nærri tvo mánuði. Demókratar, sem hafa meirihluta á þingi, vilja að allir bandarískir hermenn verði komnir heim fyrir 31. mars á næsta ári en það telur Bush óraunhæft og hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu jafvel þótt það feli í sér mikilvæga fjármuni fyrir herinn. Bush var harðorður í garð þingmeirihlutans í dag og sagði að þingið ætti ekki að segja herforingjum hvernig ætti í að heyja stríði. Aðeins 40 prósent af þeim liðsauka, sem samþykkt hefði verið að senda til Íraks til að reyna að bæta ástandið, væri kominn þangað en samt væru menn að ræða um að kalla herliðið heim áður en árangur næðist. Þá sagði Bush að ef þingið kæmist ekki að niðurstöðu um frumvarp í málinu sem hann gæti skrifað undir fyrir miðjan apríl þyrfti að skera niður í tækjakaupum og tækjaviðhaldi í hernum. Til frekari niðurskurðar þyrfti að koma ef frumvarpið væri ekki orðið að lögum fyrir miðjan maí. Þá ítrekaði Bush að hann væri andsnúinn tímaáætlunum um brottflutning hermanna á þessu stigi og sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn frumvarpi sem fæli slíkt í sér. Bush sagði að enn fremur að ef menn gæfu eftir myndi ringulreið skapast í Bagdad sem gengi að hinu unga lýðræðisríki Írak dauðu. Þá myndi andstæðingum Bandaríkjanna vaxa ásmegin og aukin hætta skapast í Bandaríkjunum. Írak Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. Deila hefur staðið á milli forsetans og þingsins vegna frumvarpsins í nærri tvo mánuði. Demókratar, sem hafa meirihluta á þingi, vilja að allir bandarískir hermenn verði komnir heim fyrir 31. mars á næsta ári en það telur Bush óraunhæft og hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu jafvel þótt það feli í sér mikilvæga fjármuni fyrir herinn. Bush var harðorður í garð þingmeirihlutans í dag og sagði að þingið ætti ekki að segja herforingjum hvernig ætti í að heyja stríði. Aðeins 40 prósent af þeim liðsauka, sem samþykkt hefði verið að senda til Íraks til að reyna að bæta ástandið, væri kominn þangað en samt væru menn að ræða um að kalla herliðið heim áður en árangur næðist. Þá sagði Bush að ef þingið kæmist ekki að niðurstöðu um frumvarp í málinu sem hann gæti skrifað undir fyrir miðjan apríl þyrfti að skera niður í tækjakaupum og tækjaviðhaldi í hernum. Til frekari niðurskurðar þyrfti að koma ef frumvarpið væri ekki orðið að lögum fyrir miðjan maí. Þá ítrekaði Bush að hann væri andsnúinn tímaáætlunum um brottflutning hermanna á þessu stigi og sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn frumvarpi sem fæli slíkt í sér. Bush sagði að enn fremur að ef menn gæfu eftir myndi ringulreið skapast í Bagdad sem gengi að hinu unga lýðræðisríki Írak dauðu. Þá myndi andstæðingum Bandaríkjanna vaxa ásmegin og aukin hætta skapast í Bandaríkjunum.
Írak Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira