Ágreiningur um kostnað vegna viðgerða 2. maí 2007 18:47 Ágreiningur er milli Vegagerðarinnar og Vélsmiðju Orms og Víglundar um viðgerðarkostnað á Grímseyjarferjunni, sem lengi hefur verið í slipp. Hægt hefur verið á viðgerðum vegna ágreiningsins. Viðgerðarkostnaður hefur farið langt fram úr áætlunum vegna lélégs ástands ferjunnar. Vegagerðin keypti ferjuna fyrir um einu ári á eitt hundrað milljónir króna. Hún hefur verið í viðgerð og yfirhalningu frá því í haust en hún er 10 ára gömul og kemur frá Írlandi. Viðgerðum átti að vera lokið í október en þeim hefur seinkað verulega vegna mikilla viðgerða. Framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar sem fer með viðgerðir segir ástandið á ferjunni hafa verið miklu verra en gert hafi verið ráð fyrir. Hann segir kostnað hafa tvöfaldast og ágreininginn snúast um útboðsgögnin og uppgjör á verkinu. Núna eigi einungis eftir að mála ferjuna og innrétta hana. Grímseyingar hafa gagnrýnt kaup Vegagerðarinnar á ferjunni og hafa sagt skynsamlegra að kaupa nýja ferju. Í ferjunni er hvorki gert ráð fyrir hjólastólum inn í farþegasalinn né upp á dekk. Þá er ekki gert ráð fyrir sjónvarps og útvarps tenglum í farþegasal og heldur ekki kæli í lest skipsins sem er bagalegt að sögn oddvita Grímseyjarhrepps vegna fiskflutninga frá eynni. Grímseyingar eru ekki sáttir við kaup Vegagerðarinnar á ferjunni og telja að skynsamlegra hefði verið að kaupa nýtt skip. Jón Rögnvaldsson Vegamálastjóri sagði við Fréttastofu að kostnaður yrði ekki undir þrjú hundruð og fimmtíu milljónum króna. Unnið væri að sáttum í málinu og gerðar yrðu þær úrbætur sem teldust nauðsynlegar fyrir almennar farþegaferjur. Innlent Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Ágreiningur er milli Vegagerðarinnar og Vélsmiðju Orms og Víglundar um viðgerðarkostnað á Grímseyjarferjunni, sem lengi hefur verið í slipp. Hægt hefur verið á viðgerðum vegna ágreiningsins. Viðgerðarkostnaður hefur farið langt fram úr áætlunum vegna lélégs ástands ferjunnar. Vegagerðin keypti ferjuna fyrir um einu ári á eitt hundrað milljónir króna. Hún hefur verið í viðgerð og yfirhalningu frá því í haust en hún er 10 ára gömul og kemur frá Írlandi. Viðgerðum átti að vera lokið í október en þeim hefur seinkað verulega vegna mikilla viðgerða. Framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar sem fer með viðgerðir segir ástandið á ferjunni hafa verið miklu verra en gert hafi verið ráð fyrir. Hann segir kostnað hafa tvöfaldast og ágreininginn snúast um útboðsgögnin og uppgjör á verkinu. Núna eigi einungis eftir að mála ferjuna og innrétta hana. Grímseyingar hafa gagnrýnt kaup Vegagerðarinnar á ferjunni og hafa sagt skynsamlegra að kaupa nýja ferju. Í ferjunni er hvorki gert ráð fyrir hjólastólum inn í farþegasalinn né upp á dekk. Þá er ekki gert ráð fyrir sjónvarps og útvarps tenglum í farþegasal og heldur ekki kæli í lest skipsins sem er bagalegt að sögn oddvita Grímseyjarhrepps vegna fiskflutninga frá eynni. Grímseyingar eru ekki sáttir við kaup Vegagerðarinnar á ferjunni og telja að skynsamlegra hefði verið að kaupa nýtt skip. Jón Rögnvaldsson Vegamálastjóri sagði við Fréttastofu að kostnaður yrði ekki undir þrjú hundruð og fimmtíu milljónum króna. Unnið væri að sáttum í málinu og gerðar yrðu þær úrbætur sem teldust nauðsynlegar fyrir almennar farþegaferjur.
Innlent Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira