Útstrikanir Björns enn í talningu 14. maí 2007 19:22 Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. Björk Guðjónsdóttir er nýr þingmaður flokksins, fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar, átti von á því aðspurður að skila landskjörstjórn niðurstöðunni úr kjördæminu síðar í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu margir strikuðu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út, en hann var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sveinn Sveinsson, formaður kjörstjórnar, segir að unnið sé að því að fara yfir þessi atkvæði auk þeirra atkvæða þar sem kjósendur breyttu röð frambjóðenda. Þetta sé seinleg vinna og gæti tekið nokkra daga. Nokkrir heimildarmenn fréttastofu sem störfuðu að talningu atkvæða telja að allt að 20% kjósenda Sjálfstæðisflokks hafi strikað yfir nafn dómsmálaráðherrans. Þetta er ágiskun og mat á stærð staflanna með útstrikuðum kjörseðlunum. Ef þetta reynist rétt er að minnsta kosti ljóst að Björn færist niður fyrir Illuga Gunnnarsson og verður þriðji kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til þess að fella mann niður um sæti þarf um tíu prósent kjósenda að strika yfir hann. Tvöfallt fleiri þarf til að fella Björn niður um tvö sæti - niður fyrir þingkonuna Ástu Möller. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. Björk Guðjónsdóttir er nýr þingmaður flokksins, fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar, átti von á því aðspurður að skila landskjörstjórn niðurstöðunni úr kjördæminu síðar í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu margir strikuðu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út, en hann var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sveinn Sveinsson, formaður kjörstjórnar, segir að unnið sé að því að fara yfir þessi atkvæði auk þeirra atkvæða þar sem kjósendur breyttu röð frambjóðenda. Þetta sé seinleg vinna og gæti tekið nokkra daga. Nokkrir heimildarmenn fréttastofu sem störfuðu að talningu atkvæða telja að allt að 20% kjósenda Sjálfstæðisflokks hafi strikað yfir nafn dómsmálaráðherrans. Þetta er ágiskun og mat á stærð staflanna með útstrikuðum kjörseðlunum. Ef þetta reynist rétt er að minnsta kosti ljóst að Björn færist niður fyrir Illuga Gunnnarsson og verður þriðji kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til þess að fella mann niður um sæti þarf um tíu prósent kjósenda að strika yfir hann. Tvöfallt fleiri þarf til að fella Björn niður um tvö sæti - niður fyrir þingkonuna Ástu Möller.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira