Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn 26. maí 2007 18:45 Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf. Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira