Segir Manhunt 2 vera listaverk 22. júní 2007 15:31 Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins. Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins.
Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira