Fjölmennar kertavökur til minningar um Lúkas 29. júní 2007 10:59 Minningarvaka á Geirsnefi MYND/Rósa Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal. Vökur voru einnig haldnar á fleiri stöðum á landinu, meðal annars í Hveragerði. Minningarvakan á Geirsnefi fór þannig fram að nafn hundsins var letrað á staur og var blómum og kertum raðað í kring. Þögul stund var í eina mínútu og á eftir var fólki boðið að koma upp og segja nokkur orð. Margir tóku til máls en aðallega var rætt um baráttumál dýraverndunarsinna. Að sögn Freyju Kristjánsdóttur sem sá um að skipuleggja vökuna var ekki mikið rætt um drengina sem frömdu verknaðinn heldur almennt um illa meðferð á dýrum og nauðsyn þess að aðhafast í þeim efnum. Kona sem vildi ekki láta nafns síns getið stofnaði sjóð í nafni Tryggs, hagsmunasamtaka hunda. Stofnfé í sjóðnum er hundrað þúsund krónur og verður féð notað til að gera upplýsingabæklinga um réttindi dýra og hvernig á að umgangast þau. Vonast er til að sjóðurinn vindi upp á sig og að hann geti meðal annars staðið straum af lögfræðikostnaði þeirra sem þurfa að fara í mál vegna illrar meðferðar á dýrum. Innlent Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal. Vökur voru einnig haldnar á fleiri stöðum á landinu, meðal annars í Hveragerði. Minningarvakan á Geirsnefi fór þannig fram að nafn hundsins var letrað á staur og var blómum og kertum raðað í kring. Þögul stund var í eina mínútu og á eftir var fólki boðið að koma upp og segja nokkur orð. Margir tóku til máls en aðallega var rætt um baráttumál dýraverndunarsinna. Að sögn Freyju Kristjánsdóttur sem sá um að skipuleggja vökuna var ekki mikið rætt um drengina sem frömdu verknaðinn heldur almennt um illa meðferð á dýrum og nauðsyn þess að aðhafast í þeim efnum. Kona sem vildi ekki láta nafns síns getið stofnaði sjóð í nafni Tryggs, hagsmunasamtaka hunda. Stofnfé í sjóðnum er hundrað þúsund krónur og verður féð notað til að gera upplýsingabæklinga um réttindi dýra og hvernig á að umgangast þau. Vonast er til að sjóðurinn vindi upp á sig og að hann geti meðal annars staðið straum af lögfræðikostnaði þeirra sem þurfa að fara í mál vegna illrar meðferðar á dýrum.
Innlent Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira