Mayweather mætti í United-treyju 21. september 2007 20:15 Floyd Mayweather mætti í búningi Manchester United á blaðamannafund NordicPhotos/GettyImages Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather gerir nú allt sem hann getur til að koma andstæðingi sínum Ricky Hatton úr jafnvægi fyrir risabardaga þeirra í Las Vegas þann 8. desember. Blaðamannafundur var haldinn til að kynna bardagann í Manchester í dag, en það er heimaborg Ricky Hatton. Sá enski hefur aldrei farið leynt með að hann er gallharður stuðningsmaður Manchester City í enska boltanum og því vakti það áhuga viðstaddra þegar Mayweather mætti á fundinn í dag uppdressaður í búning Manchester United. "Hatton mun hafa 10 eða 20 manns á bak við sig þegar hann mætir mér en ég mun hafa 20,000 stuðningsmenn á bak við mig. Ég ber virðingu fyrir Hatton sem manneskju, en ekki hæfileikum hans sem hnefaleikara. Bardagi þeirra félaga í desember verður sá stærsti á árinu en hvorugur þeirra hefur tapað einum einasta bardaga á ferlinum. "Ef Hatton stendur sig sæmilega í bardaganum við mig mun ég segja honum strax á eftir að ég beri virðingu fyrir honum -ekki fyrr. Hann er stressaður og kvíðinn fyrir bardagann því hann hefur séð myndbönd af mér berjast. Hann flýgur líka reglulega til Bandaríkjanna og horfir á mig berjast - aldrei hef ég farið eitt eða neitt til að horfa á hann," sagði hinn kjaftfori Mayweather. Hatton hefur tekist að halda ró sinni vel í gegn um kynningarherferðina fyrir bardagann. "Það þarf mikið til að koma mér úr jafnvægi og ég er ekkert hræddur við hann. Mayweather gerir alltaf mikið úr peningum sínum og hæfileikum, eins og til að sannfæra sjálfan sig um eigin ágæti. Hann er búinn að reyna mikið að rífa úr mér kjarkinn í þessari viku en hann mun fara aftur til Bandaríkjanna núna og segja fólki að ég sé ekkert hræddur við hann," sagði Hatton. Box Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather gerir nú allt sem hann getur til að koma andstæðingi sínum Ricky Hatton úr jafnvægi fyrir risabardaga þeirra í Las Vegas þann 8. desember. Blaðamannafundur var haldinn til að kynna bardagann í Manchester í dag, en það er heimaborg Ricky Hatton. Sá enski hefur aldrei farið leynt með að hann er gallharður stuðningsmaður Manchester City í enska boltanum og því vakti það áhuga viðstaddra þegar Mayweather mætti á fundinn í dag uppdressaður í búning Manchester United. "Hatton mun hafa 10 eða 20 manns á bak við sig þegar hann mætir mér en ég mun hafa 20,000 stuðningsmenn á bak við mig. Ég ber virðingu fyrir Hatton sem manneskju, en ekki hæfileikum hans sem hnefaleikara. Bardagi þeirra félaga í desember verður sá stærsti á árinu en hvorugur þeirra hefur tapað einum einasta bardaga á ferlinum. "Ef Hatton stendur sig sæmilega í bardaganum við mig mun ég segja honum strax á eftir að ég beri virðingu fyrir honum -ekki fyrr. Hann er stressaður og kvíðinn fyrir bardagann því hann hefur séð myndbönd af mér berjast. Hann flýgur líka reglulega til Bandaríkjanna og horfir á mig berjast - aldrei hef ég farið eitt eða neitt til að horfa á hann," sagði hinn kjaftfori Mayweather. Hatton hefur tekist að halda ró sinni vel í gegn um kynningarherferðina fyrir bardagann. "Það þarf mikið til að koma mér úr jafnvægi og ég er ekkert hræddur við hann. Mayweather gerir alltaf mikið úr peningum sínum og hæfileikum, eins og til að sannfæra sjálfan sig um eigin ágæti. Hann er búinn að reyna mikið að rífa úr mér kjarkinn í þessari viku en hann mun fara aftur til Bandaríkjanna núna og segja fólki að ég sé ekkert hræddur við hann," sagði Hatton.
Box Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira