Hættu nú Bergsteinn Sigurðsson skrifar 25. janúar 2008 06:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var ekki mjög góður borgarstjóri. Að minnsta kosti ekki farsæll. Kannski hefði hann átt að segja skilið við stjórnmál eftir að hann hrökklaðist úr embætti, í stað þess að þráast við og leiða áfram hóp sem vill ekkert með hann hafa. Klaufsku Vilhjálms varð allt að vopni eins og ófá dæmi um frumhlaup og bægslagang bera vitni um. Hvernig var með húsin sem brunnu í Austurstræti? „Þau rísa aftur. Það kemur ekkert annað til greina." Ekki var fyrr búið að drepa í en í ljós koma að flest annað kom til greina. Hvernig var minnisblaðið alræmda í REI-málinu sem Vilhjálmur mundi einhverra hluta vegna ekkert eftir? Og hvað er hægt að segja um mann sem tókst næstum því að sturta pólitískum ferli sínum niður klósettið fyrir ísskáp í vínbúð? En þrátt fyrir að hafa verið ekki verið mjög góður borgarstjóri - að minnsta kosti ekki farsæll - telur Vilhjálmur ástæðu til að hann verði borgarstjóri aftur. Hann veit hins vegar að það gengi ekki að hann yrði það strax að loknum þeim hjaðningavígum sem við höfum orðið vitni að undanfarna daga. Hvernig á þá ekki mjög góður borgarstjóri - að minnsta kosti ekki farsæll - að komast aftur í stólinn? Jú, hann myndar nýjan meirihluta með einhverjum ginnkeyptum, lætur hann fá festina meðan mesta ólgan hjaðnar og vonar að viðkomandi standi sig svo illa að samanburðurinn verði Vilhjálmi hliðhollur. Frammistaða Vilhjálms í Ráðhúsinu í gær gaf ekki ástæðu til bjartsýni. Í einu og sama viðtalinu við Sjónvarpið tókst honum segja að samstarf hans og Björns Inga Hrafnssonar hafi verið „óaðfinnanlegt", halda því fram að „enginn" hefði átt frumkvæði að myndun nýja meirihlutans en sagði svo í sömu andrá að það hefði verið Ólafur sem leitaði eftir samstarfi við sig. Þegar maður hlustar á Vilhjálm líður manni eins og maður sé annað hvort á lyfjum eða maður ætti að vera það. Vonandi ber þessi nýi meirihluti til þess gæfu að halda út kjörtímabilið úr því sem komið er. Það gerist þó ekki nema eitthvað af því hæfa fólki sem situr uppi með Vilhjálm í sama flokki taka til sinna ráða. Það getur aðeins eitt gott hlotist af því að Vilhjálmur verði aftur borgarstjóri : Að fá tækifæri til að sjá ekki mjög góðan borgarstjóra - að minnsta kosti ekki farsælan - hrökklast aftur snautlega úr embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var ekki mjög góður borgarstjóri. Að minnsta kosti ekki farsæll. Kannski hefði hann átt að segja skilið við stjórnmál eftir að hann hrökklaðist úr embætti, í stað þess að þráast við og leiða áfram hóp sem vill ekkert með hann hafa. Klaufsku Vilhjálms varð allt að vopni eins og ófá dæmi um frumhlaup og bægslagang bera vitni um. Hvernig var með húsin sem brunnu í Austurstræti? „Þau rísa aftur. Það kemur ekkert annað til greina." Ekki var fyrr búið að drepa í en í ljós koma að flest annað kom til greina. Hvernig var minnisblaðið alræmda í REI-málinu sem Vilhjálmur mundi einhverra hluta vegna ekkert eftir? Og hvað er hægt að segja um mann sem tókst næstum því að sturta pólitískum ferli sínum niður klósettið fyrir ísskáp í vínbúð? En þrátt fyrir að hafa verið ekki verið mjög góður borgarstjóri - að minnsta kosti ekki farsæll - telur Vilhjálmur ástæðu til að hann verði borgarstjóri aftur. Hann veit hins vegar að það gengi ekki að hann yrði það strax að loknum þeim hjaðningavígum sem við höfum orðið vitni að undanfarna daga. Hvernig á þá ekki mjög góður borgarstjóri - að minnsta kosti ekki farsæll - að komast aftur í stólinn? Jú, hann myndar nýjan meirihluta með einhverjum ginnkeyptum, lætur hann fá festina meðan mesta ólgan hjaðnar og vonar að viðkomandi standi sig svo illa að samanburðurinn verði Vilhjálmi hliðhollur. Frammistaða Vilhjálms í Ráðhúsinu í gær gaf ekki ástæðu til bjartsýni. Í einu og sama viðtalinu við Sjónvarpið tókst honum segja að samstarf hans og Björns Inga Hrafnssonar hafi verið „óaðfinnanlegt", halda því fram að „enginn" hefði átt frumkvæði að myndun nýja meirihlutans en sagði svo í sömu andrá að það hefði verið Ólafur sem leitaði eftir samstarfi við sig. Þegar maður hlustar á Vilhjálm líður manni eins og maður sé annað hvort á lyfjum eða maður ætti að vera það. Vonandi ber þessi nýi meirihluti til þess gæfu að halda út kjörtímabilið úr því sem komið er. Það gerist þó ekki nema eitthvað af því hæfa fólki sem situr uppi með Vilhjálm í sama flokki taka til sinna ráða. Það getur aðeins eitt gott hlotist af því að Vilhjálmur verði aftur borgarstjóri : Að fá tækifæri til að sjá ekki mjög góðan borgarstjóra - að minnsta kosti ekki farsælan - hrökklast aftur snautlega úr embætti.