Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga 12. mars 2008 00:01 Pálmi Haraldsson og Gísli Reynisson eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins. Markaðurinn/Anton Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Undir smásjánni Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins.
Undir smásjánni Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira