Forðast kastljós fjölmiðlanna 11. júní 2008 00:01 „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005. Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005.
Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira