Reðursafnið öðlast heimsfrægð Óli Tynes skrifar 15. maí 2008 11:10 Á góðri stundu í Reðursafninu á Húsavík. Orðstír Reðursafnsins á Húsavík berst víða. Í dag er um það löng grein á Reuters fréttastofunni og viðtal við Sigurð Hjartarson, forstöðumann. Í greininni er þess getið að 261 reður úr 90 tegundum sé til sýnis í safninu. Sá stærsti er úr búrhval. Hann er 1.7 metra langur og vegur 70 kíló. Sá minnsti er úr hamstri, tveir millimetrar. Hann er skoðaður í gegnum stækkunargler. Bob Strong fréttamaður Reuters og Sigurður ræða saman á léttum nótum. Greinilegt að Sigurður tekur safn sitt mátulega alvarlega. Talið berst auðvitað að því að Homo Sapiens eigi engan fulltrúa á safninu. Sigurður segir að það standi til bóta, því þrír menn hafi lofað safninu stolti sínu. Það eru Bandaríkjamaður, Breti og Íslendingur, búsettur á Akureyri. Sigurður getur þess að Íslendingurinn hafi verið mikill kvennabósi á yngri árum og vonist til að framlag hans færi honum ævarandi frægð. Hégómagirni hans verður þó hugsanlega til þess að ekkert verði af gjöfinni. Akureyringurinn er orðinn 93 ára gamall og hefur áhyggjur af því að hann sé allur að skreppa saman með aldrinum. Því kunni svo að fara að reðurinn verði ekki verðugt tákn um karlmennsku hans, þegar að því kemur að afhenda gjöfina. Sigurður segir að 60 prósent gesta hans séu konur. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Orðstír Reðursafnsins á Húsavík berst víða. Í dag er um það löng grein á Reuters fréttastofunni og viðtal við Sigurð Hjartarson, forstöðumann. Í greininni er þess getið að 261 reður úr 90 tegundum sé til sýnis í safninu. Sá stærsti er úr búrhval. Hann er 1.7 metra langur og vegur 70 kíló. Sá minnsti er úr hamstri, tveir millimetrar. Hann er skoðaður í gegnum stækkunargler. Bob Strong fréttamaður Reuters og Sigurður ræða saman á léttum nótum. Greinilegt að Sigurður tekur safn sitt mátulega alvarlega. Talið berst auðvitað að því að Homo Sapiens eigi engan fulltrúa á safninu. Sigurður segir að það standi til bóta, því þrír menn hafi lofað safninu stolti sínu. Það eru Bandaríkjamaður, Breti og Íslendingur, búsettur á Akureyri. Sigurður getur þess að Íslendingurinn hafi verið mikill kvennabósi á yngri árum og vonist til að framlag hans færi honum ævarandi frægð. Hégómagirni hans verður þó hugsanlega til þess að ekkert verði af gjöfinni. Akureyringurinn er orðinn 93 ára gamall og hefur áhyggjur af því að hann sé allur að skreppa saman með aldrinum. Því kunni svo að fara að reðurinn verði ekki verðugt tákn um karlmennsku hans, þegar að því kemur að afhenda gjöfina. Sigurður segir að 60 prósent gesta hans séu konur.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira