Ísland á barmi gjaldþrots? 8. október 2008 09:41 Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira