Enn rembist Framsókn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. júlí 2008 00:01 Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar