Afþreying á vinnustað 21. maí 2008 00:01 Fjör hjá CCP Starfsmenn koma saman í vinnutíma og skemmta sér í leikherberginu. fréttablaðið/GVA Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu. Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu.
Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira