Margslungið mál Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. júlí 2008 00:01 Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar