Virði fólks mælt í bílum 30. apríl 2008 00:01 Bjarni Haukur Þórsson fékk hugmyndina að einleiknum Hvers virði er ég? þegar hann var staddur í veislu með auðmönnum. Þar dregur hann upp skoplega mynd af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar. Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar.
Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira