Kreppa og króna Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 3. október 2008 06:00 Þegar heimskreppan barst hingað um 1930, urðu ummæli Ásgeirs Ásgeirssonar, síðar forseta Íslands, fræg: „Kreppan er eins og vindurinn. Enginn veit, hvaðan hún kemur eða hvert hún fer." En nú er vitað, hvaðan heimskreppan á fjórða áratug kom. Rannsóknir Miltons Friedmans sýndu, að hún stafaði ekki síst af mistökum í stjórn peningamála í Bandaríkjunum. Í stað þess að auka framboð peninga í miðjum samdrætti minnkuðu peningamálayfirvöld það og breyttu þannig niðursveiflu í kreppu. Síðan gerðu ríki heims illt verra með haftastefnu sinni. Ríkið hafði brugðist. En hver er kveikjan að núverandi lánsfjárkreppu? Umfram allt undirmálslánin í Bandaríkjunum, og þau stöfuðu af því, að bandarísku húsnæðislánasjóðirnir nutu óbeinnar ríkisábyrgðar og fóru ógætilega í lánveitingum. Þessir sjóðir höfðu mikil ítök í Washington, ekki síst í forystusveit demókrata. Vogunarsjóðir keyptu „vafninga" með þessum undirmálslánum húsnæðislánasjóðanna, af því að þeim var með reglugerðum torvelduð margvísleg önnur arðbær starfsemi. Lánsfjárkreppan er því ekki kapítalismanum að kenna, heldur óskynsamlegum ríkisafskiptum. Það breytir því ekki, að margir kapítalistar urðu uppvísir að hamslausri græðgi og fullkominni fífldirfsku. Þegar Davíð Oddsson varaði við þessu fyrir nokkrum árum, var hann sakaður um að leggja fæð á framtakssama einstaklinga. En aðalatriðið er það, að undir eðlilegum kringumstæðum sér kapítalisminn um að veita græðginni í farvegi, sem nytsamlegir eru öðru fólki, og leyfa djörfum mönnum að halda áfram rekstri, en fífldjörfum að hætta honum. Þegar það tekst ekki, er það oftast að kenna einhverri bilun í regluverkinu, of miklum ríkisafskiptum. Það var þó ekki fráleitt að líkja kreppu við storm. Við getum litlu breytt, þótt þess verði að gæta, að allt fjúki ekki um koll. Og storminum mun slota. Mikilvægt er að rjúka ekki upp til handa og fóta og gera eitthvað óskynsamlegt. Það væri til dæmis engin lausn á núverandi vanda að taka upp evru. Skuldir minnka ekki, þótt skráðar séu í evrum. Sjálfsagt er að skoða það síðar meir að taka upp evru, og mætti raunar gera það óbeint, eins og mörg eyríki í Karíbahafi nota Bandaríkjadal. Notkun evru hefði sömu kosti og galla og fastgengisstefnan áður. Áköfustu stuðningsmenn evrunnar verða að svara tveimur spurningum. Nú er verið að nota krónuna til að lækka laun, sem er nauðsynlegt í þrengingum okkar. Hvernig á að lækka laun við evru? Þegar ég spyr evrusinna, svara þeir, að ekki þurfi að lækka laun eftir upptöku evru. Einmitt, og þá verður alltaf gott veður, svo að hús þurfa ekki að vera fokheld. Hin spurningin er, hvað tryggi, að evran verði stöðugur gjaldmiðill til langs tíma litið. Góður vilji evrópskra ráðamanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Þegar heimskreppan barst hingað um 1930, urðu ummæli Ásgeirs Ásgeirssonar, síðar forseta Íslands, fræg: „Kreppan er eins og vindurinn. Enginn veit, hvaðan hún kemur eða hvert hún fer." En nú er vitað, hvaðan heimskreppan á fjórða áratug kom. Rannsóknir Miltons Friedmans sýndu, að hún stafaði ekki síst af mistökum í stjórn peningamála í Bandaríkjunum. Í stað þess að auka framboð peninga í miðjum samdrætti minnkuðu peningamálayfirvöld það og breyttu þannig niðursveiflu í kreppu. Síðan gerðu ríki heims illt verra með haftastefnu sinni. Ríkið hafði brugðist. En hver er kveikjan að núverandi lánsfjárkreppu? Umfram allt undirmálslánin í Bandaríkjunum, og þau stöfuðu af því, að bandarísku húsnæðislánasjóðirnir nutu óbeinnar ríkisábyrgðar og fóru ógætilega í lánveitingum. Þessir sjóðir höfðu mikil ítök í Washington, ekki síst í forystusveit demókrata. Vogunarsjóðir keyptu „vafninga" með þessum undirmálslánum húsnæðislánasjóðanna, af því að þeim var með reglugerðum torvelduð margvísleg önnur arðbær starfsemi. Lánsfjárkreppan er því ekki kapítalismanum að kenna, heldur óskynsamlegum ríkisafskiptum. Það breytir því ekki, að margir kapítalistar urðu uppvísir að hamslausri græðgi og fullkominni fífldirfsku. Þegar Davíð Oddsson varaði við þessu fyrir nokkrum árum, var hann sakaður um að leggja fæð á framtakssama einstaklinga. En aðalatriðið er það, að undir eðlilegum kringumstæðum sér kapítalisminn um að veita græðginni í farvegi, sem nytsamlegir eru öðru fólki, og leyfa djörfum mönnum að halda áfram rekstri, en fífldjörfum að hætta honum. Þegar það tekst ekki, er það oftast að kenna einhverri bilun í regluverkinu, of miklum ríkisafskiptum. Það var þó ekki fráleitt að líkja kreppu við storm. Við getum litlu breytt, þótt þess verði að gæta, að allt fjúki ekki um koll. Og storminum mun slota. Mikilvægt er að rjúka ekki upp til handa og fóta og gera eitthvað óskynsamlegt. Það væri til dæmis engin lausn á núverandi vanda að taka upp evru. Skuldir minnka ekki, þótt skráðar séu í evrum. Sjálfsagt er að skoða það síðar meir að taka upp evru, og mætti raunar gera það óbeint, eins og mörg eyríki í Karíbahafi nota Bandaríkjadal. Notkun evru hefði sömu kosti og galla og fastgengisstefnan áður. Áköfustu stuðningsmenn evrunnar verða að svara tveimur spurningum. Nú er verið að nota krónuna til að lækka laun, sem er nauðsynlegt í þrengingum okkar. Hvernig á að lækka laun við evru? Þegar ég spyr evrusinna, svara þeir, að ekki þurfi að lækka laun eftir upptöku evru. Einmitt, og þá verður alltaf gott veður, svo að hús þurfa ekki að vera fokheld. Hin spurningin er, hvað tryggi, að evran verði stöðugur gjaldmiðill til langs tíma litið. Góður vilji evrópskra ráðamanna?
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun