Óbreyttir vextir á óvissutíma 5. nóvember 2008 05:30 Á meðan ekki er allt uppi á borðinu varðandi aðgerðir í efnahagsmálum og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) eru ekki forsendur til að breyta hér stýrivaxtastigi, að mati skuggabankastjórnar Markaðarins. Markaðurinn/GVA Hluti af því að endurvekja traust á hagstjórn landsins er að bankastjórn Seðlabanka Íslands víki. Þetta er samdóma álit skuggabankastjórnar Markaðarins, en hana skipa Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Það er meðal annars vegna óvissu um framvindu efnahagsmála, meðan beðið er þess að birt verður aðgerðaáætlun sú sem lögð hefur verið fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), sem skuggabankastjórnin segir ekki hægt að mæla með breytingu á vöxtum nú. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í 18 prósent 28. október síðastliðinn á viðbótarvaxtaákvörðunardegi. Þar áður var vöxtum einnig breytt utan hefðbundinnar dagskrár 15. október þegar þeir voru lækkaðir í 12 prósent, úr 15,5 prósentum.Seðlabankinn og Fjár-málaeftirlit sæti ábyrgðVestrænar lýðræðishefðir ráði Endurreisa þarf traust á Íslandi á alþjóðlegum vettvangi. Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mikilvægt skref í þá átt. Birta þarf hana opinberlega um leið og hún hefur hlotið staðfestingu sjóðsins. Annað skref er að leita eftir því við Evrópusambandið að á grundvelli aðildarumsóknar fáist aðild að evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem verða má […] Þriðja skrefið er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og umheiminum verði sýnt að hér ríki vestrænar lýðræðishefðir í þessu efni. Byrja verður á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og sameina svo þessar stofnanir. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirÓlafur Ísleifsson bendir á að vextir séu nú ákveðnir í samráði stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Deila má um réttmæti hækkunar stýrivaxta í 18 prósent en markmiðin sýnast skýr: Að skjóta stoð undir gengi krónunnar og koma áleiðis þeim skilaboðum til sjóðsins og annarra lánveitenda að stjórnvöld hiki ekki við að grípa til erfiðra aðgerða til að ná markmiðum í efnahagsmálum."Ólafur segir að endurreisa þurfi traust á Íslandi á alþjóðlegum vettvangi. „Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mikilvægt skref í þá átt. Birta þarf hana opinberlega um leið og hún hefur hlotið staðfestingu sjóðsins," segir hann.„Annað skref er að leita eftir því við Evrópusambandið að á grundvelli aðildarumsóknar fáist aðild að evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem verða má og Íslendingar eignist um leið bakhjarl í Evrópska seðlabankanum. Þriðja skrefið er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og umheiminum verði sýnt að hér ríki vestrænar lýðræðishefðir í þessu efni. Byrja verður á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og sameina svo þessar stofnanir."Fjórða skrefið segir Ólafur svo vera að gangast fyrir óháðri rannsókn á íslenska efnahagshruninu með atbeina erlendra aðila.„Verja þarf heimili og fyrirtæki eftir því sem frekast er kostur. Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa lagt fram um þetta markverðar tillögur sem stjórnvöld verða að taka mið af," segir Ólafur og bætir við að kveikja verði ljós sem vísi þjóðinni veginn til aukinnar hagsældar. „Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er fyrsti neistinn því það verður ekkert traust reist á krónunni," segir hann.Óðs manns æði að breyta vöxtum núÓðs manns æði að breyta nú Skemmst er frá því að segja að það eru ekki forsendur til að breyta vöxtum við núverandi aðstæður. Það vantar einfaldlega yfirlit um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum eftir fall fjármálafyrirtækjanna og þær ráðstafanir í efnahagsmálum sem áformaðar eru í samstarfi við IMF. Að mínu mati væri óðs manns æði að breyta vöxtum nú án þess að tengja slíka breytingu við heildaráætlun í efnahagsmálum […] Trúverðugar aðgerðir nú í samvinnu við IMF gætu leitt til þess að forsendur sköpuðust skjótt til vaxtalækkana. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirÞórður Friðjónsson segir skemmst frá því að segja að við núverandi aðstæður séu ekki forsendur til að breyta vöxtum. „Það vantar einfaldlega yfirlit um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum eftir fall fjármálafyrirtækjanna og þær ráðstafanir í efnahagsmálum sem áformaðar eru í samstarfi við IMF. Að mínu mati væri óðs manns æði að breyta vöxtum nú án þess að tengja slíka breytingu við heildaráætlun í efnahagsmálum," segir hann og bendir á að fyrir viku síðan eða svo hafi Seðlabankinn hækkað stýrivexti um sex prósentustig. „Þessi ákvörðun var byggð á þríhliða samkomulagi ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka og IMF.Að baki þessu samkomulagi liggja útreikningar og áætlanir sem ekki hafa verið birtar opinberlega. Að svo stöddu er því afar erfitt að hafa rökstudda skoðun á líklegri framvindu efnahagsmála á næstu mánuðum og hvaða hlutverki vextir gætu þjónað til að tryggja sem bestan árangur. Mestu máli skiptir að koma gjaldeyrisviðskiptum í viðunandi horf og skapa traust á stjórn peningamála og efnahagsmála. Trúverðugar aðgerðir nú í samvinnu við IMF gætu leitt til þess að forsendur sköpuðust skjótt til vaxtalækkana."Ásgeir Jónsson tekur í sama streng og segir fátt annað í stöðunni sem við blasir annað en að halda vöxtum óbreyttum. „Nú er beðið samþykktar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á láni til Íslendinga samhliða því að sameiginleg efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar birtist. Mál málanna er að koma gjaldeyrismarkaðinum í lag - og þar verða vextirnir að styðja við. En það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir fjármagnsflótta út úr hagkerfinu. Síðan um leið og krónan hefur komist á flot og betra jafnvægi hefur náðst á gjaldeyrismarkaði er nauðsynlegt að lækka vexti eins hratt og hægt er," segir hann.Gjaldeyrismál verði leystStjórn Seðlabankans víki Í því vandasama verkefni sem fram undan er verða Seðlabanki og ríkisstjórn að ganga í takt. Kreppan er grafalvarleg og við þurfum fumlaus vinnubröð. Sú staða mun koma upp að grípa þurfi til aðgerða sem þykja óþægilegar í bráð, en eru nauðsynlegar fyrir framtíðarvelferð þjóðarinnar. Misvísandi skilaboð Seðlabanka og ríkisvaldsins eru óásættanleg. Trúverðugleiki er nauðsynlegur. Því er eðlilegt að yfirstjórn Seðlabankans víki. Vextir verða óbreyttir þar til heildaráætlun í efnahagsmálum verður lögð fram. Klúðrið í síðustu viku kann hins vegar að valda því að vextir þurfi enn að hækka þegar gjaldeyrismarkaður opnar að nýju. Ný og trúverðug yfirstjórn í Seðlabankanum myndi minnka þörfina á slíkri aðgerð. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirEdda Rós Karlsdóttir segir Seðlabankann nú þurfa að einbeita sér að því að leysa gjaldeyriskreppuna, því hún ráði mestu um framvindu efnahagskreppunnar. „Gjaldeyrisskortur leiðir til enn meiri veikingar krónunnar, gjaldþrots fyrirtækja, aukins atvinnuleysis og gjaldþrots heimila. Raunhæf efnahagsstefna og staðföst eftirfylgni stjórnvalda er forsenda árangurs í gjaldeyrismálum og um leið forsenda þess að hægt verði að grípa til aðgerða sem skila heimilum og fyrirtækjum raunverulegum árangri," segir Edda Rós.„Því miður var mjög illa staðið að sex prósentustiga vaxtahækkuninni í síðustu viku. Ósamræmi var á milli orða og athafna. Eftirmálin einkenndust af stefnuleysi og óeiningu á milli bankastjórnar Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt fjármálaráðherra og formaður bankastjórnarinnar hafi báðir undirritað viljayfirlýsinguna sem send var Alþjóðagjaldeyrissjóðnum („letter of intent"). Þessu verður að linna, ella mun endurreisn gjaldeyrismarkaðarins mistakast og efnahagskreppan dýpka, með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðina alla. Vextir styðji við gjaldeyrismarkað Eins og staðan er nú er fátt annað í stöðunni en að halda vöxtum óbreyttum. Nú er beðið eftir samþykkt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á láni til Íslendinga samhliða því að sameiginleg efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar birtist. Mál málanna er að koma gjaldeyrismarkaðinum í lag – og þar verða vextirnir að styðja við. En það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir fjármagnsflótta út úr hagkerfinu. Síðan um leið og krónan hefur komist á flot og betra jafnvægi hefur náðst á gjaldeyrismarkaði er nauðsynlegt að lækka vexti eins hratt og hægt er. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirSvona uppákomur draga enn úr trúverðugleika Seðlabankans og draga úr vilja erlendra ríkja til að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu," segir hún. Í því vandasama verkefni sem fram undan er segir Edda Rós Seðlabanka og ríkisstjórn verða að ganga í takt. „Kreppan er grafalvarleg og við þurfum fumlaus vinnubrögð. Sú staða mun koma upp að grípa þurfi til aðgerða sem þykja óþægilegar í bráð, en eru nauðsynlegar fyrir framtíðarvelferð þjóðarinnar. Misvísandi skilaboð Seðlabanka og ríkisvaldsins eru óásættanleg. Trúverðugleiki er nauðsynlegur. Því er eðlilegt að yfirstjórn Seðlabankans víki."Edda Rós segir vexti verða óbreytta þar til heildaráætlun í efnahagsmálum verður lögð fram. „Klúðrið í síðustu viku kann hins vegar að valda því að vextir þurfi enn að hækka þegar gjaldeyrismarkaður opnar að nýju. Ný og trúverðug yfirstjórn í Seðlabankanum myndi minnka þörfina á slíkri aðgerð." Undir smásjánni Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hluti af því að endurvekja traust á hagstjórn landsins er að bankastjórn Seðlabanka Íslands víki. Þetta er samdóma álit skuggabankastjórnar Markaðarins, en hana skipa Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Það er meðal annars vegna óvissu um framvindu efnahagsmála, meðan beðið er þess að birt verður aðgerðaáætlun sú sem lögð hefur verið fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), sem skuggabankastjórnin segir ekki hægt að mæla með breytingu á vöxtum nú. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í 18 prósent 28. október síðastliðinn á viðbótarvaxtaákvörðunardegi. Þar áður var vöxtum einnig breytt utan hefðbundinnar dagskrár 15. október þegar þeir voru lækkaðir í 12 prósent, úr 15,5 prósentum.Seðlabankinn og Fjár-málaeftirlit sæti ábyrgðVestrænar lýðræðishefðir ráði Endurreisa þarf traust á Íslandi á alþjóðlegum vettvangi. Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mikilvægt skref í þá átt. Birta þarf hana opinberlega um leið og hún hefur hlotið staðfestingu sjóðsins. Annað skref er að leita eftir því við Evrópusambandið að á grundvelli aðildarumsóknar fáist aðild að evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem verða má […] Þriðja skrefið er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og umheiminum verði sýnt að hér ríki vestrænar lýðræðishefðir í þessu efni. Byrja verður á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og sameina svo þessar stofnanir. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirÓlafur Ísleifsson bendir á að vextir séu nú ákveðnir í samráði stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Deila má um réttmæti hækkunar stýrivaxta í 18 prósent en markmiðin sýnast skýr: Að skjóta stoð undir gengi krónunnar og koma áleiðis þeim skilaboðum til sjóðsins og annarra lánveitenda að stjórnvöld hiki ekki við að grípa til erfiðra aðgerða til að ná markmiðum í efnahagsmálum."Ólafur segir að endurreisa þurfi traust á Íslandi á alþjóðlegum vettvangi. „Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mikilvægt skref í þá átt. Birta þarf hana opinberlega um leið og hún hefur hlotið staðfestingu sjóðsins," segir hann.„Annað skref er að leita eftir því við Evrópusambandið að á grundvelli aðildarumsóknar fáist aðild að evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem verða má og Íslendingar eignist um leið bakhjarl í Evrópska seðlabankanum. Þriðja skrefið er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og umheiminum verði sýnt að hér ríki vestrænar lýðræðishefðir í þessu efni. Byrja verður á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og sameina svo þessar stofnanir."Fjórða skrefið segir Ólafur svo vera að gangast fyrir óháðri rannsókn á íslenska efnahagshruninu með atbeina erlendra aðila.„Verja þarf heimili og fyrirtæki eftir því sem frekast er kostur. Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa lagt fram um þetta markverðar tillögur sem stjórnvöld verða að taka mið af," segir Ólafur og bætir við að kveikja verði ljós sem vísi þjóðinni veginn til aukinnar hagsældar. „Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er fyrsti neistinn því það verður ekkert traust reist á krónunni," segir hann.Óðs manns æði að breyta vöxtum núÓðs manns æði að breyta nú Skemmst er frá því að segja að það eru ekki forsendur til að breyta vöxtum við núverandi aðstæður. Það vantar einfaldlega yfirlit um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum eftir fall fjármálafyrirtækjanna og þær ráðstafanir í efnahagsmálum sem áformaðar eru í samstarfi við IMF. Að mínu mati væri óðs manns æði að breyta vöxtum nú án þess að tengja slíka breytingu við heildaráætlun í efnahagsmálum […] Trúverðugar aðgerðir nú í samvinnu við IMF gætu leitt til þess að forsendur sköpuðust skjótt til vaxtalækkana. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirÞórður Friðjónsson segir skemmst frá því að segja að við núverandi aðstæður séu ekki forsendur til að breyta vöxtum. „Það vantar einfaldlega yfirlit um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum eftir fall fjármálafyrirtækjanna og þær ráðstafanir í efnahagsmálum sem áformaðar eru í samstarfi við IMF. Að mínu mati væri óðs manns æði að breyta vöxtum nú án þess að tengja slíka breytingu við heildaráætlun í efnahagsmálum," segir hann og bendir á að fyrir viku síðan eða svo hafi Seðlabankinn hækkað stýrivexti um sex prósentustig. „Þessi ákvörðun var byggð á þríhliða samkomulagi ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka og IMF.Að baki þessu samkomulagi liggja útreikningar og áætlanir sem ekki hafa verið birtar opinberlega. Að svo stöddu er því afar erfitt að hafa rökstudda skoðun á líklegri framvindu efnahagsmála á næstu mánuðum og hvaða hlutverki vextir gætu þjónað til að tryggja sem bestan árangur. Mestu máli skiptir að koma gjaldeyrisviðskiptum í viðunandi horf og skapa traust á stjórn peningamála og efnahagsmála. Trúverðugar aðgerðir nú í samvinnu við IMF gætu leitt til þess að forsendur sköpuðust skjótt til vaxtalækkana."Ásgeir Jónsson tekur í sama streng og segir fátt annað í stöðunni sem við blasir annað en að halda vöxtum óbreyttum. „Nú er beðið samþykktar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á láni til Íslendinga samhliða því að sameiginleg efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar birtist. Mál málanna er að koma gjaldeyrismarkaðinum í lag - og þar verða vextirnir að styðja við. En það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir fjármagnsflótta út úr hagkerfinu. Síðan um leið og krónan hefur komist á flot og betra jafnvægi hefur náðst á gjaldeyrismarkaði er nauðsynlegt að lækka vexti eins hratt og hægt er," segir hann.Gjaldeyrismál verði leystStjórn Seðlabankans víki Í því vandasama verkefni sem fram undan er verða Seðlabanki og ríkisstjórn að ganga í takt. Kreppan er grafalvarleg og við þurfum fumlaus vinnubröð. Sú staða mun koma upp að grípa þurfi til aðgerða sem þykja óþægilegar í bráð, en eru nauðsynlegar fyrir framtíðarvelferð þjóðarinnar. Misvísandi skilaboð Seðlabanka og ríkisvaldsins eru óásættanleg. Trúverðugleiki er nauðsynlegur. Því er eðlilegt að yfirstjórn Seðlabankans víki. Vextir verða óbreyttir þar til heildaráætlun í efnahagsmálum verður lögð fram. Klúðrið í síðustu viku kann hins vegar að valda því að vextir þurfi enn að hækka þegar gjaldeyrismarkaður opnar að nýju. Ný og trúverðug yfirstjórn í Seðlabankanum myndi minnka þörfina á slíkri aðgerð. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirEdda Rós Karlsdóttir segir Seðlabankann nú þurfa að einbeita sér að því að leysa gjaldeyriskreppuna, því hún ráði mestu um framvindu efnahagskreppunnar. „Gjaldeyrisskortur leiðir til enn meiri veikingar krónunnar, gjaldþrots fyrirtækja, aukins atvinnuleysis og gjaldþrots heimila. Raunhæf efnahagsstefna og staðföst eftirfylgni stjórnvalda er forsenda árangurs í gjaldeyrismálum og um leið forsenda þess að hægt verði að grípa til aðgerða sem skila heimilum og fyrirtækjum raunverulegum árangri," segir Edda Rós.„Því miður var mjög illa staðið að sex prósentustiga vaxtahækkuninni í síðustu viku. Ósamræmi var á milli orða og athafna. Eftirmálin einkenndust af stefnuleysi og óeiningu á milli bankastjórnar Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt fjármálaráðherra og formaður bankastjórnarinnar hafi báðir undirritað viljayfirlýsinguna sem send var Alþjóðagjaldeyrissjóðnum („letter of intent"). Þessu verður að linna, ella mun endurreisn gjaldeyrismarkaðarins mistakast og efnahagskreppan dýpka, með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðina alla. Vextir styðji við gjaldeyrismarkað Eins og staðan er nú er fátt annað í stöðunni en að halda vöxtum óbreyttum. Nú er beðið eftir samþykkt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á láni til Íslendinga samhliða því að sameiginleg efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar birtist. Mál málanna er að koma gjaldeyrismarkaðinum í lag – og þar verða vextirnir að styðja við. En það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir fjármagnsflótta út úr hagkerfinu. Síðan um leið og krónan hefur komist á flot og betra jafnvægi hefur náðst á gjaldeyrismarkaði er nauðsynlegt að lækka vexti eins hratt og hægt er. niðurstaða: Óbreyttir stýrivextirSvona uppákomur draga enn úr trúverðugleika Seðlabankans og draga úr vilja erlendra ríkja til að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu," segir hún. Í því vandasama verkefni sem fram undan er segir Edda Rós Seðlabanka og ríkisstjórn verða að ganga í takt. „Kreppan er grafalvarleg og við þurfum fumlaus vinnubrögð. Sú staða mun koma upp að grípa þurfi til aðgerða sem þykja óþægilegar í bráð, en eru nauðsynlegar fyrir framtíðarvelferð þjóðarinnar. Misvísandi skilaboð Seðlabanka og ríkisvaldsins eru óásættanleg. Trúverðugleiki er nauðsynlegur. Því er eðlilegt að yfirstjórn Seðlabankans víki."Edda Rós segir vexti verða óbreytta þar til heildaráætlun í efnahagsmálum verður lögð fram. „Klúðrið í síðustu viku kann hins vegar að valda því að vextir þurfi enn að hækka þegar gjaldeyrismarkaður opnar að nýju. Ný og trúverðug yfirstjórn í Seðlabankanum myndi minnka þörfina á slíkri aðgerð."
Undir smásjánni Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira