Umbreytingin mikla Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. desember 2008 06:00 Það gerðist í gær, lesandi góður, meira að segja áður en ég byrjaði að skrifa þennan pistil svo í þínum sporum myndi ég bara fara að lesa jólakort eða eitthvað. Fyrstu einkenni voru þau að mér fannst ég vera Kristín Birta frænka mín. Það er ekki leiðum að líkjast en þó var þetta heldur bagalegt því ég kann því afar vel að vera karlkyns og svo er hún Kristín Birta aðeins sex ára. Ég fann fyrir verkjum í hjartanu og andúð mín á Arsenal hvarf eins og hendi væri veifað. Taldi ég þá víst að sá eiginleiki væri fyrir borð borinn. Þá mundi ég að þetta er bara hin árlega umbreyting sem jafnan á sér stað á þessum árstíma. Ég er nefnilega jólabarn og því stækkar hjartað um nokkur númer síðdegis á Þorláksmessudag og því fylgja ýmsir kvillar sem hafa vissulega bein áhrif á skrif mín; afsakaðu það. Af þessum sökum hef ég engan áhuga á því að vera með gáfulegar athugasemdir um það sem betur má fara í þjóðfélaginu. Ég hef heldur ekki skoðun á því í augnablikinu hver hefur staðið sig vel og hver illa í pólitíkinni að undanförnu og í raun er mér fjarri einmitt núna að vera að setja út á hlutina. Besservisarar og kverúlantar hljóma eins og trúðar og nú skil ég af hverju Kristín Birta hlær svo mikið að þessu fólki þegar hún sér það á skjánum. Nú langar mig bara til að fara út að leika og láta ekki brösugang við Austurvöll né annars staðar hafa áhrif á mína brjáluðu kæti. Það eina sem spillir gleði minni að nokkru leyti er að pakkinn sem ég fæ frá Zemb frænda er mjúkur eins og í fyrra. Jæja en það er svo sem ekkert stórmál. Ég hef því ekkert voðalega mikið að segja í svona pistli, eins og ástandið á mér er í svipinn. Annað en að óska þess að þetta verði alveg obboslega skemmtileg jól hjá þér og að þú fáir marga harða pakka. Svo óska ég þess að nýja árið verði alveg rosa, rosa, rosalega skemmtilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Það gerðist í gær, lesandi góður, meira að segja áður en ég byrjaði að skrifa þennan pistil svo í þínum sporum myndi ég bara fara að lesa jólakort eða eitthvað. Fyrstu einkenni voru þau að mér fannst ég vera Kristín Birta frænka mín. Það er ekki leiðum að líkjast en þó var þetta heldur bagalegt því ég kann því afar vel að vera karlkyns og svo er hún Kristín Birta aðeins sex ára. Ég fann fyrir verkjum í hjartanu og andúð mín á Arsenal hvarf eins og hendi væri veifað. Taldi ég þá víst að sá eiginleiki væri fyrir borð borinn. Þá mundi ég að þetta er bara hin árlega umbreyting sem jafnan á sér stað á þessum árstíma. Ég er nefnilega jólabarn og því stækkar hjartað um nokkur númer síðdegis á Þorláksmessudag og því fylgja ýmsir kvillar sem hafa vissulega bein áhrif á skrif mín; afsakaðu það. Af þessum sökum hef ég engan áhuga á því að vera með gáfulegar athugasemdir um það sem betur má fara í þjóðfélaginu. Ég hef heldur ekki skoðun á því í augnablikinu hver hefur staðið sig vel og hver illa í pólitíkinni að undanförnu og í raun er mér fjarri einmitt núna að vera að setja út á hlutina. Besservisarar og kverúlantar hljóma eins og trúðar og nú skil ég af hverju Kristín Birta hlær svo mikið að þessu fólki þegar hún sér það á skjánum. Nú langar mig bara til að fara út að leika og láta ekki brösugang við Austurvöll né annars staðar hafa áhrif á mína brjáluðu kæti. Það eina sem spillir gleði minni að nokkru leyti er að pakkinn sem ég fæ frá Zemb frænda er mjúkur eins og í fyrra. Jæja en það er svo sem ekkert stórmál. Ég hef því ekkert voðalega mikið að segja í svona pistli, eins og ástandið á mér er í svipinn. Annað en að óska þess að þetta verði alveg obboslega skemmtileg jól hjá þér og að þú fáir marga harða pakka. Svo óska ég þess að nýja árið verði alveg rosa, rosa, rosalega skemmtilegt.