Hasarkóngur síðustu ára 4. september 2008 06:00 Með millinafnið hasar Jason Statham hefur stimplað sig inn sem hasarkóngur síðustu ára. Hann sést hér í Death Race. Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. [email protected]+ Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. [email protected]+
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið