Uppsagnarbréf í pósti Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 4. desember 2008 04:00 Æ fleiri safnast nú í hóp hinna atvinnulausu. Daglega berast tilkynningar um uppsagnir og samdráttarverkir gerast nú harðir í samfélaginu. Brátt fer að reyna á hversu vel samfélagsvefurinn er ofinn til að taka á móti þeim vanda. Framundan eru myrkustu mánuðir ársins, nú reynir á hina kristilegu samlíðan sem við státum okkur svo af á tyllidögum, nú reynir á þá siðmennt sem hefur verið grunnur samfélagsins frá því landið byggðist. Víst ber að fagna þeim aðgerðapakka sem stjórnvöld birtu snemma vikunnar: hann kemur seint og um margt í viljayfirlýsingu þeirri má deila. Að stjórnvöldum er mikill vandi á höndum og nokkuð ljóst að þeir einstaklingar sem þar fara fyrir eiga í fullu fangi með að valda því flókna og risastóra verkefni. Margt í aðgerðum þeirra síðustu vikurnar virðist hafa verið misráðið. Og fjarri fer hinum þóttafullu forystumönnum að hafa skilning á djúpstæðu vantrausti almennings á ábyrgð þeirra og forystu. Þeir segjast ekki skipta um reiðmenn í miðri á, en hafa ekki áttað sig á að sumir í sveitinni eru flotnir burt, aðrir svo vankaðir í beljandi fljótinu að nái þeir bakka er þrekið þorrið. Þá á að skipta um menn, kalla á nýja krafta til leiðsagnar, skíra stefnuna upp á nýtt og halda áfram. Það er brýn pólitísk nauðsyn vilji stjórnarflokkarnir halda liðsheild til vors. Lengra sjáum við ekki og líklegt að þá verði krafa um kosningar orðin svo máttug að allt láti undan. Því þeim fækkar ekki málunum sem þjóðin er nú reiðubúin að skoða: enn er vakin upp sú umræða sem kallar á róttæka endurskoðun á stjórnskipan með hreinni aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Undir liggur krafa um skýrari ábyrgð, ábyrgð sem stjórnvöld og ábyrgðarmenn í sjóðum og fjármálastofnunum ætla ekki að hlíta, vilja ekki skilja. Þar sem allur almenningur verður krafinn um ábyrgð á lífi sínu, skuldum og skilum við sitt nánasta umhverfi er vísast að krafan um ábyrgð annarra verði æ háværari, skili sér inn í stjórnmálaflokkana, hróp hennar hækki í almennri umræðu og aðgerðum og hríni um síðir á þeim sem sitja valdastóla: ráðherrar, þingmenn, ráðuneytisstjórar, forstöðumenn fjármálastofnana, banka, lífeyrissjóða og eftirlitsstofnana, verða að horfast í augu við stöðu sína: Þú brást, þú stóðst þig ekki, hættu, farðu, hleyptu öðrum að. Sem heimtar líka að ráðamenn skoði ákvarðanir sínar og aðgerðaleysi, greini það fyrir sér og sínum, rétti kúrsinn og láti verkefnið í hendur öðrum. Stærra er að hverfa frá með sóma en skömm. Og oft er raunbetra að láta óþreytta menn taka við. Það ýtir á kröfu um ábyrgð að víða um heim birtast greiningar erlendra manna á íslensku samfélagi um þessar mundir og þar fer mikið fyrir háðulegum frásögnum af aulaskap íslenskra stjórnvalda. Og þó margt sé þar missagt er sómakennd og sjálfsvirðingu almennings svo misboðið að hér verða menn að standa skil á gerðum sínum. Margt er talað um uppstokkun á íslensku samfélagi. Flest er þar grunnhugsað og með æsingasniði sem þolir illa skipulagða umræðu: hér er nú kjörlendi fyrir lýðskrumara enda sópast að þeim skammtíma hylli. Áhugamenn um frama í störfum fyrir almenning kunna að verða fleiri á þessu ári en oft áður. Endurnýjun á pólitísku og starfslegu umboði er víða nauðsyn. Brýn nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Æ fleiri safnast nú í hóp hinna atvinnulausu. Daglega berast tilkynningar um uppsagnir og samdráttarverkir gerast nú harðir í samfélaginu. Brátt fer að reyna á hversu vel samfélagsvefurinn er ofinn til að taka á móti þeim vanda. Framundan eru myrkustu mánuðir ársins, nú reynir á hina kristilegu samlíðan sem við státum okkur svo af á tyllidögum, nú reynir á þá siðmennt sem hefur verið grunnur samfélagsins frá því landið byggðist. Víst ber að fagna þeim aðgerðapakka sem stjórnvöld birtu snemma vikunnar: hann kemur seint og um margt í viljayfirlýsingu þeirri má deila. Að stjórnvöldum er mikill vandi á höndum og nokkuð ljóst að þeir einstaklingar sem þar fara fyrir eiga í fullu fangi með að valda því flókna og risastóra verkefni. Margt í aðgerðum þeirra síðustu vikurnar virðist hafa verið misráðið. Og fjarri fer hinum þóttafullu forystumönnum að hafa skilning á djúpstæðu vantrausti almennings á ábyrgð þeirra og forystu. Þeir segjast ekki skipta um reiðmenn í miðri á, en hafa ekki áttað sig á að sumir í sveitinni eru flotnir burt, aðrir svo vankaðir í beljandi fljótinu að nái þeir bakka er þrekið þorrið. Þá á að skipta um menn, kalla á nýja krafta til leiðsagnar, skíra stefnuna upp á nýtt og halda áfram. Það er brýn pólitísk nauðsyn vilji stjórnarflokkarnir halda liðsheild til vors. Lengra sjáum við ekki og líklegt að þá verði krafa um kosningar orðin svo máttug að allt láti undan. Því þeim fækkar ekki málunum sem þjóðin er nú reiðubúin að skoða: enn er vakin upp sú umræða sem kallar á róttæka endurskoðun á stjórnskipan með hreinni aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Undir liggur krafa um skýrari ábyrgð, ábyrgð sem stjórnvöld og ábyrgðarmenn í sjóðum og fjármálastofnunum ætla ekki að hlíta, vilja ekki skilja. Þar sem allur almenningur verður krafinn um ábyrgð á lífi sínu, skuldum og skilum við sitt nánasta umhverfi er vísast að krafan um ábyrgð annarra verði æ háværari, skili sér inn í stjórnmálaflokkana, hróp hennar hækki í almennri umræðu og aðgerðum og hríni um síðir á þeim sem sitja valdastóla: ráðherrar, þingmenn, ráðuneytisstjórar, forstöðumenn fjármálastofnana, banka, lífeyrissjóða og eftirlitsstofnana, verða að horfast í augu við stöðu sína: Þú brást, þú stóðst þig ekki, hættu, farðu, hleyptu öðrum að. Sem heimtar líka að ráðamenn skoði ákvarðanir sínar og aðgerðaleysi, greini það fyrir sér og sínum, rétti kúrsinn og láti verkefnið í hendur öðrum. Stærra er að hverfa frá með sóma en skömm. Og oft er raunbetra að láta óþreytta menn taka við. Það ýtir á kröfu um ábyrgð að víða um heim birtast greiningar erlendra manna á íslensku samfélagi um þessar mundir og þar fer mikið fyrir háðulegum frásögnum af aulaskap íslenskra stjórnvalda. Og þó margt sé þar missagt er sómakennd og sjálfsvirðingu almennings svo misboðið að hér verða menn að standa skil á gerðum sínum. Margt er talað um uppstokkun á íslensku samfélagi. Flest er þar grunnhugsað og með æsingasniði sem þolir illa skipulagða umræðu: hér er nú kjörlendi fyrir lýðskrumara enda sópast að þeim skammtíma hylli. Áhugamenn um frama í störfum fyrir almenning kunna að verða fleiri á þessu ári en oft áður. Endurnýjun á pólitísku og starfslegu umboði er víða nauðsyn. Brýn nauðsyn.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun