Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú 9. desember 2008 18:04 Ásgeir Jónsson Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira