Bandarískir markaðir opna í plús 21. nóvember 2008 15:03 Úr kauphöllinni í New York. Mynd/AP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum dag eftir mikið fall síðustu daga. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú skýrist einmitt af því að fjárfestar telja hlutabréfaverð á einkar ágætum kjörum nú um stundir, líkt og bandaríska dagblaðið Wall Street Journal tekur til orða. Svipaða sögu er að segja af evrópskum hlutabréfamörkuðum. Markaðirnir féllu hratt í vikunni eftir að bandaríska þríeykið General Motors, Ford og Chrysler opinberuðu að þau glími við alvarlega rekstrarvanda og ættu á hættu að fara í þrot verði eigið fé þeirra ekki aukið með einum eða öðrum hætti. Forráðamenn fyrirtækjanna leituðu til Bandaríkjaþings eftir fjármagni en fengu dræmar undirtektir. Ennfremur voru minnispunktar og hagspá bandaríska Seðlabankans birt í vikunni en það er dregin upp afar dökk mynd um þróunina í efnahagslífinu á næstu misserum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 0,75 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,93 prósent. Þá hefur S&P 500-vísitalan hækkað um 1,07 prósent. Hún féll verulega í vikunni og hafði ekki verið lægri síðan á vordögum 1997. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum dag eftir mikið fall síðustu daga. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú skýrist einmitt af því að fjárfestar telja hlutabréfaverð á einkar ágætum kjörum nú um stundir, líkt og bandaríska dagblaðið Wall Street Journal tekur til orða. Svipaða sögu er að segja af evrópskum hlutabréfamörkuðum. Markaðirnir féllu hratt í vikunni eftir að bandaríska þríeykið General Motors, Ford og Chrysler opinberuðu að þau glími við alvarlega rekstrarvanda og ættu á hættu að fara í þrot verði eigið fé þeirra ekki aukið með einum eða öðrum hætti. Forráðamenn fyrirtækjanna leituðu til Bandaríkjaþings eftir fjármagni en fengu dræmar undirtektir. Ennfremur voru minnispunktar og hagspá bandaríska Seðlabankans birt í vikunni en það er dregin upp afar dökk mynd um þróunina í efnahagslífinu á næstu misserum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 0,75 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,93 prósent. Þá hefur S&P 500-vísitalan hækkað um 1,07 prósent. Hún féll verulega í vikunni og hafði ekki verið lægri síðan á vordögum 1997.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira