Matur

Fylltar kjúklingabringur

Rúllið 3 basilblöðum og ½ kúlu af osti inn í skinkuna og kryddið með pipar. Skerið vasa í bringurnar og stingið skinkurúllunum í þær.

Penslið bringurnar með hvítlauksolíu, kryddið með salti og pipar og brúnið þær í restinni af hvítlauksolíunni á pönnu. Bakið bringurnar að lokum í 180° heitum í 15-20 mínútur.

Uppskrift af Nóatún.is

4 kjúklingabringur
4 Parma hráskinkusneiðar
2 kúlur af mozzarella osti, skornar í tvennt
12 fersk basil blöð
1 dl hvítlauksolía (fæst tilbúin í Nóatúni)
Salt og pipar







×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.