Aldrei að vita nema Ólafur verði með eftir áramót 3. október 2008 14:04 Guðmundur Guðmundsson Mynd/Vilhelm Nú styttist óðum í fyrstu verkefni íslenska landsliðsins í handbolta í forkeppni EM, en meiðsli lykilmanna íslenska liðsins og óvissa með framtíð Ólafs Stefánssonar setja þar nokkuð strik í reikninginn. Ólafur Stefánsson fyrirliði gaf ekki kost á sér í næstu verkefni með landsliðinu og þá eiga þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson við meiðsli að stríða. Íslenska liðið tekur á móti Belgum hér heima þann 29. þessa mánaðar og sækir svo Norðmenn heim þann 1. nóvember. Guðmundur Guðmundsson framlengdi samning sinn við HSÍ til ársins 2012 í hádeginu og honum til aðstoðar verða áfram þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Kristján Halldórsson. "Það er ekki útséð með það að þessir leikmenn missi af næstu verkefnum, en svona eru íþróttirnar. Við munum byggja á sama kjarna og var á Ólympíuleikunum en við þurfum að fá nýjan mann inn fyrir Ólaf og eitt og annað þannig. Meiðsli þessara lykilmanna koma á slæmum tíma, en þannig er það alltaf í þessu. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Kristján mun fá það verkefni að stýra B-liðinu áfram og verkefni sem kallað hefur verið 2012 hópurinn. Þar verður markmiðið að gera íslenska landsliðshópinn breiðari og fá yngri leikmönnum reynslu af því að spila landsleiki. "Við þurfum breiðari landsliðshóp og þess vegna erum við með þetta hliðarverkefni sem við köllum 2012 hópinn. Markmiðið er að finna þessum hóp regluleg verkefni, helst tvisvar á ári eða oftar," sagði Guðmundur. En er Ólafur Stefánsson út úr myndinni í komandi verkefnum? "Hann er ekki inni í myndinni í augnablikinu, en það er aldrei að vita nema hann komi og veri með okkur eftir áramót. Hann hefur gaman að því að koma og hitta okkur," sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Nú styttist óðum í fyrstu verkefni íslenska landsliðsins í handbolta í forkeppni EM, en meiðsli lykilmanna íslenska liðsins og óvissa með framtíð Ólafs Stefánssonar setja þar nokkuð strik í reikninginn. Ólafur Stefánsson fyrirliði gaf ekki kost á sér í næstu verkefni með landsliðinu og þá eiga þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson við meiðsli að stríða. Íslenska liðið tekur á móti Belgum hér heima þann 29. þessa mánaðar og sækir svo Norðmenn heim þann 1. nóvember. Guðmundur Guðmundsson framlengdi samning sinn við HSÍ til ársins 2012 í hádeginu og honum til aðstoðar verða áfram þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Kristján Halldórsson. "Það er ekki útséð með það að þessir leikmenn missi af næstu verkefnum, en svona eru íþróttirnar. Við munum byggja á sama kjarna og var á Ólympíuleikunum en við þurfum að fá nýjan mann inn fyrir Ólaf og eitt og annað þannig. Meiðsli þessara lykilmanna koma á slæmum tíma, en þannig er það alltaf í þessu. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Kristján mun fá það verkefni að stýra B-liðinu áfram og verkefni sem kallað hefur verið 2012 hópurinn. Þar verður markmiðið að gera íslenska landsliðshópinn breiðari og fá yngri leikmönnum reynslu af því að spila landsleiki. "Við þurfum breiðari landsliðshóp og þess vegna erum við með þetta hliðarverkefni sem við köllum 2012 hópinn. Markmiðið er að finna þessum hóp regluleg verkefni, helst tvisvar á ári eða oftar," sagði Guðmundur. En er Ólafur Stefánsson út úr myndinni í komandi verkefnum? "Hann er ekki inni í myndinni í augnablikinu, en það er aldrei að vita nema hann komi og veri með okkur eftir áramót. Hann hefur gaman að því að koma og hitta okkur," sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira