„Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna,“ segir forstjóri Kaupþings 30. janúar 2008 10:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm „Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira