Get ekki endað ferilinn svona 1. febrúar 2008 16:25 AFP Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton vill mæta Bandaríkjamanninum Floyd Mayweather aftur í hringnum. Hann segist ekki geta hugsað sér að ljúka ferlinum á því að vera rotaður. Mayweather vann nokkuð öruggan sigur í risabardaga þeirra í Las Vegas í desember, en þó voru skiptar skoðanir um frammistöðu dómarans Joe Cortez. Dómarinn leyfði Hatton aldrei að berjast með sínum stíl á meðan Mayweather komst upp með eitt og annað vafasamt. Hatton vill ekki kenna dómaranum um tapið og hrósar andstæðingi sínum, en hann vill ekki leggja hanskana á hilluna eftir að hafa tapað fyrsta bardaganum á ferlinum. "Ég vil ekki sætta mig við það að hafa legið á bakinu og verið talinn út í síðasta bardaganum mínum. Hvernig meistari væri ég ef ég léti þar staðar numið?" sagði Hatton í samtali við Times. Hatton vill ekki lenda í sömu hremmingum og Prinsinn Naseem Hamed, sem var heillum horfinn eftir fyrsta tapið sitt. "Það var synd að sjá hvernig fór fyrir Naseem því hann er einn okkar allra besti boxari. Hans er minnst fyrir það hvernig hann tapaði og menn horfa ekkert í glæsta sigra hans. Allir bestu boxararnir hafa komið til baka eftir mótlæti og ef ég kem sterkur til baka, mun ég verða virtari fyrir vikið," sagði Hatton. "Það sem ég vil helst gera er að afsanna hrakspár fólks. Það er fullt af fólki sem hefur efast um mig allar götur frá því ég byrjaði og ef maður er alvöru maður - þá gerir maður það. Mér fannst súrt hvernig ég tapaði fyrir Floyd síðast svo ég vil endurtaka leikinn," sagði Hatton. Box Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton vill mæta Bandaríkjamanninum Floyd Mayweather aftur í hringnum. Hann segist ekki geta hugsað sér að ljúka ferlinum á því að vera rotaður. Mayweather vann nokkuð öruggan sigur í risabardaga þeirra í Las Vegas í desember, en þó voru skiptar skoðanir um frammistöðu dómarans Joe Cortez. Dómarinn leyfði Hatton aldrei að berjast með sínum stíl á meðan Mayweather komst upp með eitt og annað vafasamt. Hatton vill ekki kenna dómaranum um tapið og hrósar andstæðingi sínum, en hann vill ekki leggja hanskana á hilluna eftir að hafa tapað fyrsta bardaganum á ferlinum. "Ég vil ekki sætta mig við það að hafa legið á bakinu og verið talinn út í síðasta bardaganum mínum. Hvernig meistari væri ég ef ég léti þar staðar numið?" sagði Hatton í samtali við Times. Hatton vill ekki lenda í sömu hremmingum og Prinsinn Naseem Hamed, sem var heillum horfinn eftir fyrsta tapið sitt. "Það var synd að sjá hvernig fór fyrir Naseem því hann er einn okkar allra besti boxari. Hans er minnst fyrir það hvernig hann tapaði og menn horfa ekkert í glæsta sigra hans. Allir bestu boxararnir hafa komið til baka eftir mótlæti og ef ég kem sterkur til baka, mun ég verða virtari fyrir vikið," sagði Hatton. "Það sem ég vil helst gera er að afsanna hrakspár fólks. Það er fullt af fólki sem hefur efast um mig allar götur frá því ég byrjaði og ef maður er alvöru maður - þá gerir maður það. Mér fannst súrt hvernig ég tapaði fyrir Floyd síðast svo ég vil endurtaka leikinn," sagði Hatton.
Box Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira