ESB aðild Íslands aldrei rædd Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2008 19:07 Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði með Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar þess, og Ollie Rehn sem fer með stækkunarmál ESB í Brussel í febrúar. Möguleikar Íslands á aðild voru ekki ræddir. Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi með Barroso að málið væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sat fund norrænna starfsbræðra sinna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í Norður-Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Evrópusambandsmál bar ekki á góma svo upplýst hafi verið. Í síðustu viku fundaði forsætisráðherra með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum. Hann sagði eftir þá fundi að hann hefði rætt eitt og annað sem varðaði Evrópu við Brown lauslega en það hefði ekki verið aðal málið. Annað mátti lesa úr fréttatilkynningu frá Downing-stræti þar sem sagði að Brown og Geir hefðu leitast eftir að ná samkomulagi um viðræður milli háttsettra sendifulltrúa ríkjanna í ljósi þess að líkur á aðild Íslands að Evrópusambandinu færu vaxandi. Þessu var breytt samdægurs. Forsætisráðherra sagði að þegar vísað væri til háttsettra sendifulltrúa væri verið að tala um varnarviðræður. Forsætisráðherra átti síðdegis fund með Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands sem kom í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag. Finnar voru síðast í forsvari fyrir ESB seinnihluta árs 2006. Fram kom á blaðamannafundi síðdegis að möguleg aðild Íslands að bandalaginu hefði ekki borið á góma á fundi forsætisráðherranna. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði með Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar þess, og Ollie Rehn sem fer með stækkunarmál ESB í Brussel í febrúar. Möguleikar Íslands á aðild voru ekki ræddir. Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi með Barroso að málið væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sat fund norrænna starfsbræðra sinna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í Norður-Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Evrópusambandsmál bar ekki á góma svo upplýst hafi verið. Í síðustu viku fundaði forsætisráðherra með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum. Hann sagði eftir þá fundi að hann hefði rætt eitt og annað sem varðaði Evrópu við Brown lauslega en það hefði ekki verið aðal málið. Annað mátti lesa úr fréttatilkynningu frá Downing-stræti þar sem sagði að Brown og Geir hefðu leitast eftir að ná samkomulagi um viðræður milli háttsettra sendifulltrúa ríkjanna í ljósi þess að líkur á aðild Íslands að Evrópusambandinu færu vaxandi. Þessu var breytt samdægurs. Forsætisráðherra sagði að þegar vísað væri til háttsettra sendifulltrúa væri verið að tala um varnarviðræður. Forsætisráðherra átti síðdegis fund með Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands sem kom í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag. Finnar voru síðast í forsvari fyrir ESB seinnihluta árs 2006. Fram kom á blaðamannafundi síðdegis að möguleg aðild Íslands að bandalaginu hefði ekki borið á góma á fundi forsætisráðherranna.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira