Matur

Brauð á grillið að hætti Jóa Fel: Hvítlaukspizza, snittur og focaccia

Hvítlaukspizza á grilli

Pizzadeig sem keypt er í búð er flatt út. 2-3 stór hvítlauksrif eru pressuð eða skorin smátt. ólífuolía sett í skál t.d. hálfur bolli.

Hvítlaukurinn er látinn standa ca. einn klukkutíma í olíunni og jafnvel hrært við og við. Pizzan er síðan sett á grillpönnu og síðan á grillið.

Olían með hvítlauknum er sett á pizzuna. Sett vel af olíunni. Grillið lokað og pizzan látin grillast þar til gyllt.

Pizzadeig tilbúið úr búð (t.d. frá Jóa Fel)
1/2 bolli ólífuolía
Hafsalt t.d. Maldon salt
Focaccia brauð á grillið

Pizzudeigið flatt aðeins út. Síðan er það hrúgað aðeins saman með fingrunum þannig að það myndi holur fyrir olíuna, rósmarin kryddið og olíuna og saltið.

Olían, rósmarin (mjög gott er að hafa það ferskt en einnig má nota þurrkað) og saltið sett yfir brauðdeigið.

Og síðan er deigið sett á slétta plötuna á grillinu. Þegar brauðið er tilbúið er það kannski dálítið þurrt og þá er tilvalið að setja smá ólífuolíu yfir brauðið.

Pizzudeig tilbúið úr búð
Rósmarin (helst ferskt)
Ólífuolía
Hafsalt t.d. Maldon salt
Ítalskar snittur

Snittubrauðið er skorið í sneiðar. Ólífuolía sett á brauðsneiðrnar og þær settar á grillið og látnar léttgrillast, þó bara þannig að þær séu mjúkar áfram í miðjunni.

Sneiðarnar teknar af grillinu þar sem þær mega kólna. 1 teskeið af pestói sett á hverja brauðsneið.

Sneið af brie ostinum sett ofan á. Síðan sneið af kjötálegginu og að lokum er sett ein svört ólíva ofan á.

Snittubrauð
Brie ostur
Pesto (grænt og rautt)
Ítalskt kjötálegg
Svartar ólívur
Ólífuolía
Hvítlaukur (má sleppa)
Bruchetta brauð

Ólífuolía sett í skál. Tómatarnir skornir í litla bita og settir útí olíuna. Ferskt basil skorið smátt og sett í olíuna og hrært saman við tómatana. Látið standa og blandast.

Snittubrauð skorið í sneiðar. Skornar dálítið ílangar þannig að hver sneið verði þokkalega stór. Olían sett á sneiðarnar og hvítlauksrif tekið og strokið yfir hverja sneið tvisvar til þrisvar sinnum.

Síðan eru sneiðarnar settar á grillið. Þegar þær eru orðnar gylltar en samt mjúkar í miðjunni eru þær teknar af grillinu. Þá eru tómatarnir settir ofan á hverja sneið.

Snittubrauð
6 tómatar
1 búnt basil (helst ferskt)
1 bolli ólífuolía
2 hvítlauksrif
Brauð sett á grillið

Deiginu er bara rúllað í mjóa rúllu og rifið í nokkur stykki og smellt á grillið. Dýrindis heitt brauð til að setja á smá smjör eða olíu og gróft salt.

Pizzudeig
Klassísk Pizza

Pizzudeigið rúllað út og flatt eins og venjuleg pizza. Síðan er sett á pizzuna það sem hver vill. Jói setti hér pizzusósu, pepperoni, niðurskorna ferska sveppi, mozzarellaost, olíu og basil krydd.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.