Nýsköpun varðar veginn 5. nóvember 2009 06:00 Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun