Minnisvarðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. september 2009 06:00 Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands. Helgi barðist fyrir því áratugum saman að ógiltir yrðu þeir samningar sem hann taldi að komið hefði verið á fyrir sína hönd, milli hans og guðs. Skírður var hann ómálga barn og gat litlu um það ráðið. Fermdur var hann unglingsgrey og sagðist lítt hafa verið til þess fallinn á svo ungum aldri að hafa skoðun á þeim gjörningi. Til vits og ára kominn vildi hann því að þessum samningum yrði rift; enda ekki gerðir með hans fullri vitund, ef svo má segja. Ætli menn sér að minnast Helga á einhvern máta, væri kannski nær að horfa til þeirra málefna sem hann mótmælti, heldur en þeirrar staðreyndar sjálfrar að hann hafi yfir höfuð mótmælt. Enn er það kerfi við lýði hér að sé móðir barns skráð í trúfélag við fæðingu barnsins verður það ósjálfrátt hluti af því trúfélagi. Það á vissulega við um öll trúfélög, en barnaskapur er að láta eins og það komi ekki þjóðkirkjunni best; sem bjó við einokunarvald í þessum efnum öldum saman. Og ekki hefur kirkjunnar mönnum þótt tilhlýðilegt að hækka fermingaraldur. Ferming var til forna miðuð við þann aldur er unglingar komust í tölu fullorðinna og ætti því að vera við 18 ára aldur í dag, ekki 13 ára. Hví ríghaldið er í 13 ára aldurinn er óskiljanlegt. Þá þarf engum blöðum um það að fletta að þjóðkirkjan nýtur sögu sinnar og sérstöðu miðað við aðra trúflokka. Og þótt menn vitni í námskrár þarf varla að deila um að staða kristni innan skóla - víðast hvar - er önnur og betri en annarra trúarbragða. Friðarmálin voru Helga einnig hugleikin og hann var einlæglega á móti ofbeldi. Íraksstríðinu mótmælti hann oftar en flestir aðrir, þó ekki hafi verið hlustað á hann frekar en aðra landsmenn í það sinnið. Minnumst Helga endilega, en stofnum frekar til hópa um að vinna að þessum baráttumálum hans. Fengi hann að velja á milli fullnaðarsigurs í þeim eða líkneskis, myndi hann trauðla velja það síðarnefnda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands. Helgi barðist fyrir því áratugum saman að ógiltir yrðu þeir samningar sem hann taldi að komið hefði verið á fyrir sína hönd, milli hans og guðs. Skírður var hann ómálga barn og gat litlu um það ráðið. Fermdur var hann unglingsgrey og sagðist lítt hafa verið til þess fallinn á svo ungum aldri að hafa skoðun á þeim gjörningi. Til vits og ára kominn vildi hann því að þessum samningum yrði rift; enda ekki gerðir með hans fullri vitund, ef svo má segja. Ætli menn sér að minnast Helga á einhvern máta, væri kannski nær að horfa til þeirra málefna sem hann mótmælti, heldur en þeirrar staðreyndar sjálfrar að hann hafi yfir höfuð mótmælt. Enn er það kerfi við lýði hér að sé móðir barns skráð í trúfélag við fæðingu barnsins verður það ósjálfrátt hluti af því trúfélagi. Það á vissulega við um öll trúfélög, en barnaskapur er að láta eins og það komi ekki þjóðkirkjunni best; sem bjó við einokunarvald í þessum efnum öldum saman. Og ekki hefur kirkjunnar mönnum þótt tilhlýðilegt að hækka fermingaraldur. Ferming var til forna miðuð við þann aldur er unglingar komust í tölu fullorðinna og ætti því að vera við 18 ára aldur í dag, ekki 13 ára. Hví ríghaldið er í 13 ára aldurinn er óskiljanlegt. Þá þarf engum blöðum um það að fletta að þjóðkirkjan nýtur sögu sinnar og sérstöðu miðað við aðra trúflokka. Og þótt menn vitni í námskrár þarf varla að deila um að staða kristni innan skóla - víðast hvar - er önnur og betri en annarra trúarbragða. Friðarmálin voru Helga einnig hugleikin og hann var einlæglega á móti ofbeldi. Íraksstríðinu mótmælti hann oftar en flestir aðrir, þó ekki hafi verið hlustað á hann frekar en aðra landsmenn í það sinnið. Minnumst Helga endilega, en stofnum frekar til hópa um að vinna að þessum baráttumálum hans. Fengi hann að velja á milli fullnaðarsigurs í þeim eða líkneskis, myndi hann trauðla velja það síðarnefnda.