Hráolíuverð rauk upp á Gamlársdag 1. janúar 2009 16:15 Dælt á bílinn með viðeigandi höfuðbúnað. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði við þetta um 5,57 dali á tunnu, sem jafngildir 14,2 prósenta hækkun. Við það fór olíutunnan í 44,6 dali. Fjármálamarkaðir vestanhafs eru lokaðir í dag, Nýársdag. Hráolíu verðið sveiflaðist nokkuð á nýliðnum ári. Það rauk 100 dala múrinn í fyrsta sinn í áraraðir í febrúar og sló rúma 147 dali á tunnu í júlí. Eftir það lækkaði verðið nokkuð hratt samfara þrengingum á fjármagnsmörkuðum og samdrætti í einkaneyslu. Skýringin liggur ekki síst í því að margir spöruðu bensíndropann, sem var orðið geysihár víða um heim, þar á meðal hér. Verðið fór lægst í rúma 35 dali á tunnu nú skömmu fyrir áramótin. Sérfræðingar segja erfitt að spá fyrir um þróun mála á nýju ári. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir greinanda, að þess megi vænta, að verðið muni hækka nokkuð eftir verðfallið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði við þetta um 5,57 dali á tunnu, sem jafngildir 14,2 prósenta hækkun. Við það fór olíutunnan í 44,6 dali. Fjármálamarkaðir vestanhafs eru lokaðir í dag, Nýársdag. Hráolíu verðið sveiflaðist nokkuð á nýliðnum ári. Það rauk 100 dala múrinn í fyrsta sinn í áraraðir í febrúar og sló rúma 147 dali á tunnu í júlí. Eftir það lækkaði verðið nokkuð hratt samfara þrengingum á fjármagnsmörkuðum og samdrætti í einkaneyslu. Skýringin liggur ekki síst í því að margir spöruðu bensíndropann, sem var orðið geysihár víða um heim, þar á meðal hér. Verðið fór lægst í rúma 35 dali á tunnu nú skömmu fyrir áramótin. Sérfræðingar segja erfitt að spá fyrir um þróun mála á nýju ári. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir greinanda, að þess megi vænta, að verðið muni hækka nokkuð eftir verðfallið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira