Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna 24. apríl 2009 05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. [email protected] Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. [email protected]
Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira