Smitfóbía pólitíkusa Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. október 2009 06:00 Juan nokkur Perez, sem er vaskur bæjarstjórnarfulltrúi í spænska þorpinu Zújar, gengur með afar góða hugmynd í maganum. Hún er á þá leið að bæjarfélagið hefji rekstur útvarpsstöðvar líkt og svo mörg önnur sveitarfélög gera hér á Spáni. Flestar stöðvarnar ná þó einungis til nokkurra þúsunda hlustenda en Zújar er svo vel í sveit sett að hægt væri að ná til tuttugu þúsund hlustenda með því að setja útvarpssendi upp á fjallið Jabalcon sem gnæfir yfir þorpinu. Þetta er sem sagt alveg borðleggjandi. En einn hængur er þó á; Juan er í minnihlutanum og hver sú hugmynd sem kemur úr þeim ranni er sem eitur í beinum hins ráðandi meirihluta. Allir þekkja slíka pólitíska pattstöðu þar sem góðar hugmyndir eru settar í einangrun. Það er engu líkara en stjórnmálamenn óttist að smitast af andstæðingum sínum við það að snerta á hugmyndum sem rekja má til þeirra. Alla tíð hef ég sætt mig við þessa fóbíu einfaldlega með því viðkvæði að þetta væri nú eðli þingræðisins. En nú þegar Ísland þarf á krísustjórn frekar en hugsjónahetjum að halda og engin útvarpsstöð lítur dagsins ljós í Zújar er ég farinn að fyllast óþoli gagnvart þessu. Ég er meira að segja farinn að velta fyrir mér stjórnarfari þar sem stjórnmálamenn væru í raun og veru drifnir áfram af einlægri sannfæringu, eins og þeir ættu að vera, en ekki af ótta um að smitast af andstæðingnum. Kannski gætu þá Bjarni Ben og Sigmundur Davíð orðið að gagni við úrlausn Icesave-deilunnar, kannski gætu þá Vinstri grænir talað um eitthvað sem snertir stóriðju án þess að verða að kölska frá Kárahnjúkum, sennilegast myndi þá ríkisstjórnin koma í veg fyrir ný álver eða þá þora að vera á staðnum þegar undirritun um slíkt fer fram og kannski myndi Álfheiður Ingadóttir leyfa sér að hlæja að gamansögum Davíðs Oddssonar. Það er þó ekki höfuðatriði. Ég vildi að hægt hefði verið að koma því viðhorfi fyrir í sprautunni þegar þingmenn voru bólusettir um daginn að sannfæringin, sem á að vera þeim leiðarljós, væri ekki jafn múlbundin og flokksvitundin. Hafi þeir óbeit á andstæðingum sínum mættu þeir hugsa til þess að hinn fordómalausi og trúaði Sæmundur fróði gat nýtt sér Djöfsa á ýmsa lund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Juan nokkur Perez, sem er vaskur bæjarstjórnarfulltrúi í spænska þorpinu Zújar, gengur með afar góða hugmynd í maganum. Hún er á þá leið að bæjarfélagið hefji rekstur útvarpsstöðvar líkt og svo mörg önnur sveitarfélög gera hér á Spáni. Flestar stöðvarnar ná þó einungis til nokkurra þúsunda hlustenda en Zújar er svo vel í sveit sett að hægt væri að ná til tuttugu þúsund hlustenda með því að setja útvarpssendi upp á fjallið Jabalcon sem gnæfir yfir þorpinu. Þetta er sem sagt alveg borðleggjandi. En einn hængur er þó á; Juan er í minnihlutanum og hver sú hugmynd sem kemur úr þeim ranni er sem eitur í beinum hins ráðandi meirihluta. Allir þekkja slíka pólitíska pattstöðu þar sem góðar hugmyndir eru settar í einangrun. Það er engu líkara en stjórnmálamenn óttist að smitast af andstæðingum sínum við það að snerta á hugmyndum sem rekja má til þeirra. Alla tíð hef ég sætt mig við þessa fóbíu einfaldlega með því viðkvæði að þetta væri nú eðli þingræðisins. En nú þegar Ísland þarf á krísustjórn frekar en hugsjónahetjum að halda og engin útvarpsstöð lítur dagsins ljós í Zújar er ég farinn að fyllast óþoli gagnvart þessu. Ég er meira að segja farinn að velta fyrir mér stjórnarfari þar sem stjórnmálamenn væru í raun og veru drifnir áfram af einlægri sannfæringu, eins og þeir ættu að vera, en ekki af ótta um að smitast af andstæðingnum. Kannski gætu þá Bjarni Ben og Sigmundur Davíð orðið að gagni við úrlausn Icesave-deilunnar, kannski gætu þá Vinstri grænir talað um eitthvað sem snertir stóriðju án þess að verða að kölska frá Kárahnjúkum, sennilegast myndi þá ríkisstjórnin koma í veg fyrir ný álver eða þá þora að vera á staðnum þegar undirritun um slíkt fer fram og kannski myndi Álfheiður Ingadóttir leyfa sér að hlæja að gamansögum Davíðs Oddssonar. Það er þó ekki höfuðatriði. Ég vildi að hægt hefði verið að koma því viðhorfi fyrir í sprautunni þegar þingmenn voru bólusettir um daginn að sannfæringin, sem á að vera þeim leiðarljós, væri ekki jafn múlbundin og flokksvitundin. Hafi þeir óbeit á andstæðingum sínum mættu þeir hugsa til þess að hinn fordómalausi og trúaði Sæmundur fróði gat nýtt sér Djöfsa á ýmsa lund.