Æðri menntun 20. júní 2009 00:01 Þegar ég var á sjónum vorum við tveir um borð sem vorum með stúdentspróf. Enda vorum við alltaf kallaðir „menntamennirnir“ og mikið grín gert að því þegar okkur fórst eitthvað óhönduglega. Ef við vorum saman á vakt á dekki og vorum mikið að þvælast hvor fyrir öðrum, eins og óvanir menn eiga til, gátu gamanmálin sem af því spruttu haft ofan af fyrir áhöfninni allmarga róðra. Þetta þótti körlunum segja allt sem segja þyrfti um tilgangsleysi æðri menntunar sem ekki fæli í sér neina kennslu í vinnubrögðum til sjós, því sem þjóðin hefði nú lífsviðurværi sitt af þegar allt kæmi til alls. Þetta „sýndu mér hvað þú getur, ekki segja mér hvað þú veist“ viðhorf karlanna um borð kom vel fram í afstöðu þeirra til stjórnmálamanna. Enginn var í meiri metum hjá þeim en Lúðvík Jósepsson, þótt hann væri löngu horfinn af sviði stjórnmálanna. Hann átti nefnilega að hafa haft það fyrir sið, þegar hann kom niður á bryggju að afla fylgis fyrir kosningar, að beita eins og eitt bjóð á meðan hann spjallaði við karlana. Það að sitja ekki auðum höndum yfir skrafinu heldur vera til gagns þótti þeim sýna að þar væri alvörumaður á ferð. Sjávarútvegsráðherra sem var liðtækur beitningamaður hlaut að vita hvað hann söng. Ég man að á sínum tíma fór þetta menntahatur skipsfélaga minna í taugarnar á mér. Mér fannst það í raun aðeins vera ástæðulaus minnimáttarkennd gagnvart þeim sem höfðu einhverja skólagöngu umfram skyldunám, því eins og þeir voru iðnir við að benda á gerði námsgráðan okkur svo sannarlega ekki að betri sjómönnum en hina sem stigið höfðu ölduna árum saman. Mér fannst þessi jarðbundna, pragmatíska rörsýn á lífið og tilveruna lýsa andlegri fátækt. Með tímanum hef ég þó orðið þakklátari fyrir að hafa fengið að finna fyrir þessari lífsafstöðu á mínu eigin skinni. Síðan hef ég nefnilega kynnst fólki sem komið er af mörgum ættliðum menntastétta og hjá því orðið var við lítt sæmandi hroka gagnvart undirstöðu þess; saltinu, slorinu og moldinni. Sumt af því hefur jafnvel látið í ljós þau viðhorf að það að vinna fyrir sér með höndunum, „heiðarleg vinna“ eins og það var kallað á sjónum, feli í sér örlög verri en dauðann. Það viðhorf er nefnilega að minnsta kosti jafnfátæklegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Þegar ég var á sjónum vorum við tveir um borð sem vorum með stúdentspróf. Enda vorum við alltaf kallaðir „menntamennirnir“ og mikið grín gert að því þegar okkur fórst eitthvað óhönduglega. Ef við vorum saman á vakt á dekki og vorum mikið að þvælast hvor fyrir öðrum, eins og óvanir menn eiga til, gátu gamanmálin sem af því spruttu haft ofan af fyrir áhöfninni allmarga róðra. Þetta þótti körlunum segja allt sem segja þyrfti um tilgangsleysi æðri menntunar sem ekki fæli í sér neina kennslu í vinnubrögðum til sjós, því sem þjóðin hefði nú lífsviðurværi sitt af þegar allt kæmi til alls. Þetta „sýndu mér hvað þú getur, ekki segja mér hvað þú veist“ viðhorf karlanna um borð kom vel fram í afstöðu þeirra til stjórnmálamanna. Enginn var í meiri metum hjá þeim en Lúðvík Jósepsson, þótt hann væri löngu horfinn af sviði stjórnmálanna. Hann átti nefnilega að hafa haft það fyrir sið, þegar hann kom niður á bryggju að afla fylgis fyrir kosningar, að beita eins og eitt bjóð á meðan hann spjallaði við karlana. Það að sitja ekki auðum höndum yfir skrafinu heldur vera til gagns þótti þeim sýna að þar væri alvörumaður á ferð. Sjávarútvegsráðherra sem var liðtækur beitningamaður hlaut að vita hvað hann söng. Ég man að á sínum tíma fór þetta menntahatur skipsfélaga minna í taugarnar á mér. Mér fannst það í raun aðeins vera ástæðulaus minnimáttarkennd gagnvart þeim sem höfðu einhverja skólagöngu umfram skyldunám, því eins og þeir voru iðnir við að benda á gerði námsgráðan okkur svo sannarlega ekki að betri sjómönnum en hina sem stigið höfðu ölduna árum saman. Mér fannst þessi jarðbundna, pragmatíska rörsýn á lífið og tilveruna lýsa andlegri fátækt. Með tímanum hef ég þó orðið þakklátari fyrir að hafa fengið að finna fyrir þessari lífsafstöðu á mínu eigin skinni. Síðan hef ég nefnilega kynnst fólki sem komið er af mörgum ættliðum menntastétta og hjá því orðið var við lítt sæmandi hroka gagnvart undirstöðu þess; saltinu, slorinu og moldinni. Sumt af því hefur jafnvel látið í ljós þau viðhorf að það að vinna fyrir sér með höndunum, „heiðarleg vinna“ eins og það var kallað á sjónum, feli í sér örlög verri en dauðann. Það viðhorf er nefnilega að minnsta kosti jafnfátæklegt.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun