Mikill munur á tekjum auðmanna Sigríður Mogensen skrifar 30. júlí 2009 18:44 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07