Matur

Villisveppa ragú

Villibráðasósa:

½ shalottulaukur

Blandaðir Sveppir

1 dl rauðvín

2 dl villibráðasoð

1dl rjómi

1-2 tsk Gráðostur

1 tsk Rifsberjasulta

Salt og pipar

1 msk Smjör

Nokkrir sveppir eru steiktir ásamt lauk á pönnunni sem kjötið var steikt á, 1 dl af rauðvíni er sett saman við og soðið niður um helming. C.a 2 dl villibráðasoð er sett saman við, þá er rjóminn settur saman við. Kryddið með salt og pipar, setjið að síðustu sultu og gráðost saman við. Setjið svo smjör í sósuna og slökkvið undir.

Villisvepparagú:

Fullt af sveppum af vild

Shitakae sveppir

Portobello sveppir

Flúðasveppir

1 dl rjómi

Salt og pipar

Sveppirnir eru steiktir á pönnu uppúr olíu og smöri ef vill. Steikið sveppina vel og kryddið með salt og pipar. Setjið rjómann saman við í restina og látið sjóða vel niður.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.