Umfjöllun: Norðmenn stálu stigi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:15 Alexander Peterson. Mynd/Pjetur Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur
Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira