Hið daglega val 6. maí 2009 00:01 Að tilheyra þjóð er dagleg atkvæðagreiðsla. Það fannst í það minnsta franska trúarbragðafræðingnum Ernest Renan seint á þarsíðustu öld. Mitt í þjóðernishræringum Evrópu í lok 19. aldar var Frakkinn á þeirri skoðun að það að tilheyra þjóð væri val; ekki söguleg eða menningarleg staðreynd. Þessa póstmódernísku hugsun Renan er ágætt að hafa í huga nú um mundir, þar sem síst ber minna á þjóðernisumræðu nú en þá. Grunnurinn á bak við þessa hugsun er ekki sá að einn daginn vöknum við upp og ákveðum að verða Frakkar, Ítalir þann næsta og svo aftur Íslendingar. Hér er verið að undirstrika það að þjóðin sjálf er ímyndað samfélag, líkt og annar fræðimaður orðaði það, og það að tilheyra henni er því nokkurs konar val. Það er ekki greipt í stein hinnar óbreytanlegu tilveru að sá sem eitt sinn tilheyrir einum hópi, geti ekki síðar tilheyrt öðrum. umræðan nú um mundir hefur hins vegar orðið til þess að menn hafa aftur grafið sig ofan í skotgrafir þjóðernishyggjunnar. Eða kannski grafið sig enn dýpra en áður, því aldrei komumst við alveg upp úr þeim. Nú nota menn hvar í litrófi stjórnmálanna sem er þjóðernisleg hugtök í rökræðum; tilfinningin fyrir ættjörðinni er orðin pólitísk röksemd eins og tíðkaðist löngum. sú hugsun var eitt sinn ríkjandi, ekki síst á meðal vinstrimanna, að samhygð á meðal manna hvar sem þeir væru á jarðarkringlunni væri mikilvægari en sérhagsmunir skilgreindra hópa, svo sem þjóða. Alþjóðahyggja var það kallað og dró menn þvert yfir hálfan hnöttinn til að berjast fyrir hugsjónum sínum. Í spænsku borgarastyrjöldinni voru menn ekki að berjast fyrir spænsku landsvæði, heldur hugsjónum alþjóðar. kannski væri betur fyrir okkur komið ef við horfðum til þessara hugsjóna á ný. Að í alþjóðlegum viðræðum við aðrar þjóðir eða þjóðabandalög notuðum við ekki endilega orðræðu Jónasar frá Hriflu eða sæktum í brunn sjálfstæðisbaráttunnar. Að þegar við horfðum upp á að einhver frá fjarlægu heimshorni vildi setjast hér að væri mannúðin framar í forgangsröðinni en almenn óþægindi eða áhyggjur af ástkæra ylhýra tungumálinu. mannúð er fallegt orð en mun fallegri hugsjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Að tilheyra þjóð er dagleg atkvæðagreiðsla. Það fannst í það minnsta franska trúarbragðafræðingnum Ernest Renan seint á þarsíðustu öld. Mitt í þjóðernishræringum Evrópu í lok 19. aldar var Frakkinn á þeirri skoðun að það að tilheyra þjóð væri val; ekki söguleg eða menningarleg staðreynd. Þessa póstmódernísku hugsun Renan er ágætt að hafa í huga nú um mundir, þar sem síst ber minna á þjóðernisumræðu nú en þá. Grunnurinn á bak við þessa hugsun er ekki sá að einn daginn vöknum við upp og ákveðum að verða Frakkar, Ítalir þann næsta og svo aftur Íslendingar. Hér er verið að undirstrika það að þjóðin sjálf er ímyndað samfélag, líkt og annar fræðimaður orðaði það, og það að tilheyra henni er því nokkurs konar val. Það er ekki greipt í stein hinnar óbreytanlegu tilveru að sá sem eitt sinn tilheyrir einum hópi, geti ekki síðar tilheyrt öðrum. umræðan nú um mundir hefur hins vegar orðið til þess að menn hafa aftur grafið sig ofan í skotgrafir þjóðernishyggjunnar. Eða kannski grafið sig enn dýpra en áður, því aldrei komumst við alveg upp úr þeim. Nú nota menn hvar í litrófi stjórnmálanna sem er þjóðernisleg hugtök í rökræðum; tilfinningin fyrir ættjörðinni er orðin pólitísk röksemd eins og tíðkaðist löngum. sú hugsun var eitt sinn ríkjandi, ekki síst á meðal vinstrimanna, að samhygð á meðal manna hvar sem þeir væru á jarðarkringlunni væri mikilvægari en sérhagsmunir skilgreindra hópa, svo sem þjóða. Alþjóðahyggja var það kallað og dró menn þvert yfir hálfan hnöttinn til að berjast fyrir hugsjónum sínum. Í spænsku borgarastyrjöldinni voru menn ekki að berjast fyrir spænsku landsvæði, heldur hugsjónum alþjóðar. kannski væri betur fyrir okkur komið ef við horfðum til þessara hugsjóna á ný. Að í alþjóðlegum viðræðum við aðrar þjóðir eða þjóðabandalög notuðum við ekki endilega orðræðu Jónasar frá Hriflu eða sæktum í brunn sjálfstæðisbaráttunnar. Að þegar við horfðum upp á að einhver frá fjarlægu heimshorni vildi setjast hér að væri mannúðin framar í forgangsröðinni en almenn óþægindi eða áhyggjur af ástkæra ylhýra tungumálinu. mannúð er fallegt orð en mun fallegri hugsjón.