Hlustum á Björk Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. nóvember 2010 09:05 Við eigum að hlusta á Björk. Við eigum að hlusta á músíkina hennar og við eigum að hlusta þegar hún talar. Sumir segja að hún sé bara stjarna - bara músíkant. Kannski það. Kannski er ekki sjáanlegt samhengi milli tónlistarhæfileika og þess að hafa vit á þjóðfélagsmálum þótt að vísu sé fátt betur til þess fallið að gera fólk gáfað en iðkun tónlistar, því að hún nýtir og virkjar hluta heilans sem ella lægju í dróma. Þegar maður iðkar tónlist á þann hátt sem Björk hefur gert þá þjálfast maður í því að rækta og göfga það sem maður hefur sjálfur til brunns að bera, fremur en að apa það sem aðrir hafa gert. Maður þjálfast í því að vera frjór. Maður lærir að blanda saman áhrifum af dirfsku svo að úr verður list sem aldrei áður hefur verið til, úr verður eitthvað sem enginn hefur áður heyrt. Maður venst því að horfa inn í sig en síðan út úr sér og svo aftur inn í sig. Maður fær samsetta sýn. Maður horfist í augu við óvissuna - maður er virkur.Uppbygging geðsins Allt eru þetta eiginleikar sem við verðum að hafa við uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi en ekki síður við uppbyggingu geðsins sem hér verður að eiga sér stað ef á að verða líft hérna í þessu ríka og fámenna landi. Það vantar meiri lífsgleði hér, meiri áræðni, hugkvæmni, frumleika, meira stolt, meiri geðprýði. Og á meðan við reynum að tjasla okkur saman þá skulum við hlusta á Björk. Við getum farið inn í ballöður hennar og baráttusöngva og sótt þangað næringu og kraft því það getur verið á við að fara út í virkilega gott íslenskt rok að hlusta á tónlist hennar. Það er mikilsvert. Og við eigum að hlusta þegar Björk talar. Ekki vegna þess að hún sé stjarna heldur vegna hins: hún er búin að pæla í því sem hún er að tala um. Hún er vel undirbúin. Enda hafa stóriðjukallarnir að þessu sinni ekki einu sinni reynt að bregða henni um þekkingarskort - nema Ross Beaty sem sagði í amerísku sjónvarpi að henni hætti til að opna munninn án þess að hafa vit á því sem hún væri að segja. Svo sagði hann að hér á landi væri óþrjótandi orka. Sem er rangt. Maður hefur stundum heyrt látið að því liggja að Björk sé rík og útlensk. Kannski það. Og auðvitað getur hún ekki að öllu leyti sett sig í spor þess sem misst hefur vinnuna á Suðurnesjum og getur ekki staðið skil á svimandi afborgunum á húsi sem leit ágætlega út að borga af þegar það var keypt - og engin von um að hægt sé að selja það og byrja upp á nýtt. Það getur enginn alveg sett sig í slík spor sem ekki hefur það reynt. En eru úrræði Bjarkar óraunhæfari en úrræði Árna Sigfússonar? Hans bjargráð gengu út á að selja allt sem selt varð og leigja það svo dýrum dómum af þeim sem keypti. Og nú á að færa út kvíarnar og stunda þetta á landsvísu. Nú á að fara að kaupa orkuna af Ross Beaty - orkuna sem þjóðin á.Álver eða kálver Það er búið að setja að sögn tugi milljarða í hugsanlegt álver í Helguvík, án þess að liggi fyrir hvernig orkunnar verði aflað. Það hljóta að verða einhver ráð með það, segja menn borubrattir, þó að smám saman sé að renna upp fyrir Íslendingum að orkuöflun á Íslandi eru takmörk sett, að minnsta kosti með þeirri tækni sem menn ráða enn yfir, og jarðhitavirkjanir eru ekki endurnýjanleg auðlind heldur þarf að fara með gát þar og hvíla svæðin eftir tiltekinn nýtingartíma. Hvort hljómar betur: álver eða kálver? Hvort eigum við að einbeita okkur að ylrækt eða stóriðju? Á að veita afslátt fjölmörgum grænmetisbændum og taka að byggja markvisst upp á sviði vistvænnar matvælaframleiðslu? Eða á að finna einn risa og hjúfra sig undir verndarvæng hans og vona að hann verði góður, róta upp orkunni með öllum ráðum, klára hana og finna svo næsta bjargráð til að rífa upp pening í hvelli? Eigum við ekki að hætta að umgangast landið okkar eins og hirðingjar á leið eitthvert annað? Framtíðin er runnin upp. Við þurfum að velja núna hvað við ætlum að gera við orkuna okkar. Við verðum að velja hvort við ætlum að vera fólk sem stundar hvalveiðar eða fólk sem sýnir hvali - þetta fer ekki saman. Við þurfum að velja hvort við ætlum að sýna gestkomandi - og sjálfum okkur - af stolti risastór álver, rafmagnslínur, fimbulrör, möstur og önnur slík mannvirki, eða náttúruperlur sem fallega er gengið um. Svo er alltaf hægt að hlusta á Björk. Hún hefur bent á hversu óheyrilegt það er að selja HS Orku þessum aðvífandi kanadíska sölumanni sem sér hér bugaða þjóð með miklar auðlindir. Og hyggst græða. Kannski er Ross Beaty unaðslegur maður sem elskar íslensku þjóðina, en Magma Energy hefur samt engu samfélagslegu hlutverki að gegna á Íslandi - öðru en að komast yfir auðlindir landsins - og mikið ábyrgðarleysi að koma mikilvægri íslenskri almannaþjónustu í slíkar hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Við eigum að hlusta á Björk. Við eigum að hlusta á músíkina hennar og við eigum að hlusta þegar hún talar. Sumir segja að hún sé bara stjarna - bara músíkant. Kannski það. Kannski er ekki sjáanlegt samhengi milli tónlistarhæfileika og þess að hafa vit á þjóðfélagsmálum þótt að vísu sé fátt betur til þess fallið að gera fólk gáfað en iðkun tónlistar, því að hún nýtir og virkjar hluta heilans sem ella lægju í dróma. Þegar maður iðkar tónlist á þann hátt sem Björk hefur gert þá þjálfast maður í því að rækta og göfga það sem maður hefur sjálfur til brunns að bera, fremur en að apa það sem aðrir hafa gert. Maður þjálfast í því að vera frjór. Maður lærir að blanda saman áhrifum af dirfsku svo að úr verður list sem aldrei áður hefur verið til, úr verður eitthvað sem enginn hefur áður heyrt. Maður venst því að horfa inn í sig en síðan út úr sér og svo aftur inn í sig. Maður fær samsetta sýn. Maður horfist í augu við óvissuna - maður er virkur.Uppbygging geðsins Allt eru þetta eiginleikar sem við verðum að hafa við uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi en ekki síður við uppbyggingu geðsins sem hér verður að eiga sér stað ef á að verða líft hérna í þessu ríka og fámenna landi. Það vantar meiri lífsgleði hér, meiri áræðni, hugkvæmni, frumleika, meira stolt, meiri geðprýði. Og á meðan við reynum að tjasla okkur saman þá skulum við hlusta á Björk. Við getum farið inn í ballöður hennar og baráttusöngva og sótt þangað næringu og kraft því það getur verið á við að fara út í virkilega gott íslenskt rok að hlusta á tónlist hennar. Það er mikilsvert. Og við eigum að hlusta þegar Björk talar. Ekki vegna þess að hún sé stjarna heldur vegna hins: hún er búin að pæla í því sem hún er að tala um. Hún er vel undirbúin. Enda hafa stóriðjukallarnir að þessu sinni ekki einu sinni reynt að bregða henni um þekkingarskort - nema Ross Beaty sem sagði í amerísku sjónvarpi að henni hætti til að opna munninn án þess að hafa vit á því sem hún væri að segja. Svo sagði hann að hér á landi væri óþrjótandi orka. Sem er rangt. Maður hefur stundum heyrt látið að því liggja að Björk sé rík og útlensk. Kannski það. Og auðvitað getur hún ekki að öllu leyti sett sig í spor þess sem misst hefur vinnuna á Suðurnesjum og getur ekki staðið skil á svimandi afborgunum á húsi sem leit ágætlega út að borga af þegar það var keypt - og engin von um að hægt sé að selja það og byrja upp á nýtt. Það getur enginn alveg sett sig í slík spor sem ekki hefur það reynt. En eru úrræði Bjarkar óraunhæfari en úrræði Árna Sigfússonar? Hans bjargráð gengu út á að selja allt sem selt varð og leigja það svo dýrum dómum af þeim sem keypti. Og nú á að færa út kvíarnar og stunda þetta á landsvísu. Nú á að fara að kaupa orkuna af Ross Beaty - orkuna sem þjóðin á.Álver eða kálver Það er búið að setja að sögn tugi milljarða í hugsanlegt álver í Helguvík, án þess að liggi fyrir hvernig orkunnar verði aflað. Það hljóta að verða einhver ráð með það, segja menn borubrattir, þó að smám saman sé að renna upp fyrir Íslendingum að orkuöflun á Íslandi eru takmörk sett, að minnsta kosti með þeirri tækni sem menn ráða enn yfir, og jarðhitavirkjanir eru ekki endurnýjanleg auðlind heldur þarf að fara með gát þar og hvíla svæðin eftir tiltekinn nýtingartíma. Hvort hljómar betur: álver eða kálver? Hvort eigum við að einbeita okkur að ylrækt eða stóriðju? Á að veita afslátt fjölmörgum grænmetisbændum og taka að byggja markvisst upp á sviði vistvænnar matvælaframleiðslu? Eða á að finna einn risa og hjúfra sig undir verndarvæng hans og vona að hann verði góður, róta upp orkunni með öllum ráðum, klára hana og finna svo næsta bjargráð til að rífa upp pening í hvelli? Eigum við ekki að hætta að umgangast landið okkar eins og hirðingjar á leið eitthvert annað? Framtíðin er runnin upp. Við þurfum að velja núna hvað við ætlum að gera við orkuna okkar. Við verðum að velja hvort við ætlum að vera fólk sem stundar hvalveiðar eða fólk sem sýnir hvali - þetta fer ekki saman. Við þurfum að velja hvort við ætlum að sýna gestkomandi - og sjálfum okkur - af stolti risastór álver, rafmagnslínur, fimbulrör, möstur og önnur slík mannvirki, eða náttúruperlur sem fallega er gengið um. Svo er alltaf hægt að hlusta á Björk. Hún hefur bent á hversu óheyrilegt það er að selja HS Orku þessum aðvífandi kanadíska sölumanni sem sér hér bugaða þjóð með miklar auðlindir. Og hyggst græða. Kannski er Ross Beaty unaðslegur maður sem elskar íslensku þjóðina, en Magma Energy hefur samt engu samfélagslegu hlutverki að gegna á Íslandi - öðru en að komast yfir auðlindir landsins - og mikið ábyrgðarleysi að koma mikilvægri íslenskri almannaþjónustu í slíkar hendur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun