Íslenski stíllinn Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 21. júní 2010 06:00 Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? Æi þetta er bara svona. Það er víst ekkert annað í boði. Og hvað erum við að kvarta? Vitum við ekki hvernig ástandið er í Albaníu, Rússlandi eða Nígeríu? Þar grasserar allt í spillingu. Og vatnið þar er líka ógeðslegt. Við eigum ekki að kvarta. Það er heldur ekki til nein lausn. Þetta eru lítil fórnargjöld fyrir sæmilegt samfélag þar sem fólk kann að lesa. Ekki setja spurningamerki við íslenska stílinn. Ég ætla samt að leyfa mér að kvarta, en skal þó stilla mig um að kenna einhverjum um. Þetta er rótgróinn vandi sem kemur til af efnislegum ástæðum eins og fámenni og einangrun. Við höfum leyft okkur að halda að við séum sérstök. Einhverntímann fékk einhver þá hugmynd að við værum betri en allir aðrir í refarækt. Við eyddum nokkrum milljörðum í það. Við erum líka með sjö sveitarfélög til að stjórna einni borg, en enga alvöru stefnu um hvernig hún eigi að þróast en tugi bæjar- og borgarfulltrúa sem eiga verktaka fyrir vini með skurðgröfur sem skemmast ef þær fá ekki að liðka hjöruliðina. Ekkert mál. Smurolía er dýrari en gott borgarskipulag. Það eru nefnilega sérstakar aðstæður á Íslandi. Líka frábært vatn. Kjörið til útflutnings. Það hefur að vísu misheppnast nokkrum sinnum að flytja það úr landi með hagnaði. En hendum samt nokkrum milljörðum í svoleiðis verkefni fljótlega, bara til að vera viss. Ísland fór í kálið vegna þess að hér var léleg efnahagsstjórn í mörg ár. Til rökstuðnings vísa ég í hér um bil til allra erlendra fræðigreina sem skrifaðar hafa verið um íslenska efnahagshrunið. Það sem mér finnst verra er að við höfum enga tryggingu fyrir því að efnahagsstjórn verði betri á Íslandi í framtíðinni. Það skiptir engu máli hvort að Íslandi sé stjórnað af sympatískri gráhærðri konu eða slefgreiddum siðleysingja. Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusambandið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönnum sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu. Ég veit ekki með ykkur, en ég vil eitthvað meira. Ég vil vera partur af einhverju stærra og fjölbreyttara. Ég sleppi því að segja „göfugra“ því það er of gildishlaðið orð, en ég er orðinn svo þreyttur á því hvernig löngu úreltar hugmyndir fá að lifa hér á landi vegna þess að við erum sérstök. Íslenskt fólk býr nú við gjaldeyrishöft. Peningar mega bara streyma inn í landið en helst ekki út úr því. Þetta er brot á grundvallarreglu EES-samningsins um frjálsa för fjármagns en við megum þetta því við eigum svo bágt. Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sérstökum aðferðum eins og refarækt eða Rússalánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Það sem við þurfum er aðhald, agi og yfirsýn, og samkvæmt hreinu eðli þessara hluta er það eitthvað sem við verðum að sækja að utan. Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríðarlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúruauðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurningamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðarsýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólitískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samninga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar „sérstöku aðferðirnar“ sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa. Evrópusambandið er ekki skemmtiklúbbur. Það er ekkert gaman að gerast aðili þar. Þetta er ekki eins og að fá sér áskrift að Stöð 2 eða mæta fullur í partí. Það er fullt af fúlu fólki í ESB, alvarlegu, gráu og andfúlu. Þá er innganga í ESB ekki skyndilausn og ESB er ekki sérsniðið fyrir íslenskar aðstæður. Þetta eru kostir. Að auki vill svo til að í grunnreglum ESB er samankomin hæfilegasta blanda af lýðræðishefðum Evrópuríkja, þar er hugmyndum mörkuð stefna en skyndilausnir og panik kæft í fæðingu. Ég veit að það er ekki gaman. Það er ekki „íslenski stíllinn“. En mikið er ég orðinn þreyttur – og ég veit það elsku Fjallkona og eldgamla Ísafold að þið móðgist ekki – mikið er ég orðinn þreyttur á þessum íslenska stíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? Æi þetta er bara svona. Það er víst ekkert annað í boði. Og hvað erum við að kvarta? Vitum við ekki hvernig ástandið er í Albaníu, Rússlandi eða Nígeríu? Þar grasserar allt í spillingu. Og vatnið þar er líka ógeðslegt. Við eigum ekki að kvarta. Það er heldur ekki til nein lausn. Þetta eru lítil fórnargjöld fyrir sæmilegt samfélag þar sem fólk kann að lesa. Ekki setja spurningamerki við íslenska stílinn. Ég ætla samt að leyfa mér að kvarta, en skal þó stilla mig um að kenna einhverjum um. Þetta er rótgróinn vandi sem kemur til af efnislegum ástæðum eins og fámenni og einangrun. Við höfum leyft okkur að halda að við séum sérstök. Einhverntímann fékk einhver þá hugmynd að við værum betri en allir aðrir í refarækt. Við eyddum nokkrum milljörðum í það. Við erum líka með sjö sveitarfélög til að stjórna einni borg, en enga alvöru stefnu um hvernig hún eigi að þróast en tugi bæjar- og borgarfulltrúa sem eiga verktaka fyrir vini með skurðgröfur sem skemmast ef þær fá ekki að liðka hjöruliðina. Ekkert mál. Smurolía er dýrari en gott borgarskipulag. Það eru nefnilega sérstakar aðstæður á Íslandi. Líka frábært vatn. Kjörið til útflutnings. Það hefur að vísu misheppnast nokkrum sinnum að flytja það úr landi með hagnaði. En hendum samt nokkrum milljörðum í svoleiðis verkefni fljótlega, bara til að vera viss. Ísland fór í kálið vegna þess að hér var léleg efnahagsstjórn í mörg ár. Til rökstuðnings vísa ég í hér um bil til allra erlendra fræðigreina sem skrifaðar hafa verið um íslenska efnahagshrunið. Það sem mér finnst verra er að við höfum enga tryggingu fyrir því að efnahagsstjórn verði betri á Íslandi í framtíðinni. Það skiptir engu máli hvort að Íslandi sé stjórnað af sympatískri gráhærðri konu eða slefgreiddum siðleysingja. Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusambandið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönnum sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu. Ég veit ekki með ykkur, en ég vil eitthvað meira. Ég vil vera partur af einhverju stærra og fjölbreyttara. Ég sleppi því að segja „göfugra“ því það er of gildishlaðið orð, en ég er orðinn svo þreyttur á því hvernig löngu úreltar hugmyndir fá að lifa hér á landi vegna þess að við erum sérstök. Íslenskt fólk býr nú við gjaldeyrishöft. Peningar mega bara streyma inn í landið en helst ekki út úr því. Þetta er brot á grundvallarreglu EES-samningsins um frjálsa för fjármagns en við megum þetta því við eigum svo bágt. Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sérstökum aðferðum eins og refarækt eða Rússalánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Það sem við þurfum er aðhald, agi og yfirsýn, og samkvæmt hreinu eðli þessara hluta er það eitthvað sem við verðum að sækja að utan. Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríðarlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúruauðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurningamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðarsýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólitískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samninga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar „sérstöku aðferðirnar“ sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa. Evrópusambandið er ekki skemmtiklúbbur. Það er ekkert gaman að gerast aðili þar. Þetta er ekki eins og að fá sér áskrift að Stöð 2 eða mæta fullur í partí. Það er fullt af fúlu fólki í ESB, alvarlegu, gráu og andfúlu. Þá er innganga í ESB ekki skyndilausn og ESB er ekki sérsniðið fyrir íslenskar aðstæður. Þetta eru kostir. Að auki vill svo til að í grunnreglum ESB er samankomin hæfilegasta blanda af lýðræðishefðum Evrópuríkja, þar er hugmyndum mörkuð stefna en skyndilausnir og panik kæft í fæðingu. Ég veit að það er ekki gaman. Það er ekki „íslenski stíllinn“. En mikið er ég orðinn þreyttur – og ég veit það elsku Fjallkona og eldgamla Ísafold að þið móðgist ekki – mikið er ég orðinn þreyttur á þessum íslenska stíl.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar