Er botninn heppilegur áfangastaður? 27. ágúst 2010 06:45 Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaðagreina til að gleðja okkur landsmenn og freista þess að sannfæra okkur um mikinn árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar. Ástæða er til að gleðjast með ráðherranum yfir því sem jákvætt er eins og þeirri staðreynd að vextir hafa lækkað verulega, krónan hefur styrkst og hafnar eru viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um aðild Íslands. Nefnt er að atvinnuleysið er ekki eins mikið og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Það gleður ekki nægilega. Á meðan meira en 13 þúsund manns eru án atvinnu yfir hábjargræðistímann að sumri er ekki ástæða til að gleðjast. Þá má ekki gleyma þeim þúsundum sem hafa horfið af vinnumarkaði og flutt úr landi. Þar er bæði átt við Íslendinga sem hafa haldið til nágrannalandanna í atvinnuleit og einnig hefur brotthvarf útlendinga verið umtalsvert. Þá má ekki gleyma því að við þurfum að skapa um tvö þúsund ný störf hér á landi á ári næstu tíu árin og það gerist ekki af sjálfu sér. Því er grátlegt að horfa upp á ítrekaðar tafir og seinkanir vegna stórra fjárfestinga sem skapað gætu þúsundir starfa. Þá hafa ráðamenn fagnað því sérstaklega „að botninum sé náð“. Vissulega eru Íslendingar nú á botninum. En er það eftirsóknarvert? Er líklegt að við séum eitthvað á leið af botninum með núverandi atvinnustefnu, skattastefnu og fjárfestingarstefnu stjórnvalda? Svarið við því er nei. Því verður ekki trúað að botninn sé talinn áhugaverður áfangastaður til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaðagreina til að gleðja okkur landsmenn og freista þess að sannfæra okkur um mikinn árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar. Ástæða er til að gleðjast með ráðherranum yfir því sem jákvætt er eins og þeirri staðreynd að vextir hafa lækkað verulega, krónan hefur styrkst og hafnar eru viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um aðild Íslands. Nefnt er að atvinnuleysið er ekki eins mikið og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Það gleður ekki nægilega. Á meðan meira en 13 þúsund manns eru án atvinnu yfir hábjargræðistímann að sumri er ekki ástæða til að gleðjast. Þá má ekki gleyma þeim þúsundum sem hafa horfið af vinnumarkaði og flutt úr landi. Þar er bæði átt við Íslendinga sem hafa haldið til nágrannalandanna í atvinnuleit og einnig hefur brotthvarf útlendinga verið umtalsvert. Þá má ekki gleyma því að við þurfum að skapa um tvö þúsund ný störf hér á landi á ári næstu tíu árin og það gerist ekki af sjálfu sér. Því er grátlegt að horfa upp á ítrekaðar tafir og seinkanir vegna stórra fjárfestinga sem skapað gætu þúsundir starfa. Þá hafa ráðamenn fagnað því sérstaklega „að botninum sé náð“. Vissulega eru Íslendingar nú á botninum. En er það eftirsóknarvert? Er líklegt að við séum eitthvað á leið af botninum með núverandi atvinnustefnu, skattastefnu og fjárfestingarstefnu stjórnvalda? Svarið við því er nei. Því verður ekki trúað að botninn sé talinn áhugaverður áfangastaður til langframa.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar