Skýrsla Rannsóknarnefndar ætti að leiða hið rétta í ljós 2. febrúar 2010 19:21 Gylfi Magnússon. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem brugðist hafa við ummælum Arnolds Schilders hjá hollenskri þingnefnd í gær þar sem hann sagði að íslenskir embættismenn hefðu logið að kollegum sínum í Hollandi. Gylfi segir að hjá ráðuneytinu séu slíkar ásakanir teknar mjög alvarlega. „Eitt af þeim verkefnum sem liggja fyrir er að komast til botns í því hvort erlendar eftirlitsstofnanir fengu rangar eða misvísandi upplýsingar frá bönkunum, innlendum eftirlitsaðilum eða öðrum embættismönnum mánuðina fyrir hrunið. Það er von okkar að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis muni leiða þetta í ljós og dýpka þar með skilning okkar á því hvernig þessir aðilar hefðu getað brugðist við með öðrum hætti," segir Gylfi. Hann bendir einnig á að frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki sem nú liggur fyrir Alþingi til samþykktar muni gerbreyta öllu regluverki íslensks fjármálamarkaðar. „Verði það að lögum munum við hafa tekið mikilvæg skref til þess að tryggja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi aðgang að mun betri og nákvæmari gögnum um stöðu nýju bankanna og annarra fjármálastofnana og mun betra svigrúm til að bregðast við slíkum upplýsingum með afgerandi hæti þegar vandamál gera vart við sig." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. 2. febrúar 2010 17:49 Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19 Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem brugðist hafa við ummælum Arnolds Schilders hjá hollenskri þingnefnd í gær þar sem hann sagði að íslenskir embættismenn hefðu logið að kollegum sínum í Hollandi. Gylfi segir að hjá ráðuneytinu séu slíkar ásakanir teknar mjög alvarlega. „Eitt af þeim verkefnum sem liggja fyrir er að komast til botns í því hvort erlendar eftirlitsstofnanir fengu rangar eða misvísandi upplýsingar frá bönkunum, innlendum eftirlitsaðilum eða öðrum embættismönnum mánuðina fyrir hrunið. Það er von okkar að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis muni leiða þetta í ljós og dýpka þar með skilning okkar á því hvernig þessir aðilar hefðu getað brugðist við með öðrum hætti," segir Gylfi. Hann bendir einnig á að frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki sem nú liggur fyrir Alþingi til samþykktar muni gerbreyta öllu regluverki íslensks fjármálamarkaðar. „Verði það að lögum munum við hafa tekið mikilvæg skref til þess að tryggja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi aðgang að mun betri og nákvæmari gögnum um stöðu nýju bankanna og annarra fjármálastofnana og mun betra svigrúm til að bregðast við slíkum upplýsingum með afgerandi hæti þegar vandamál gera vart við sig."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. 2. febrúar 2010 17:49 Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19 Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. 2. febrúar 2010 17:49
Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19
Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24
Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15