Jafnrétti ein af forsendum hagsældar 6. mars 2010 06:00 Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar