Leikjastefna Reykjavíkur 3. september 2010 06:30 Af hverju eru ekki fleiri ungbarnarólur á leikvöllum? Getur borgin ekki sett niður brettagarða fyrir unglinga? Hvar eru trimmtækin við hlaupaleiðir? Þurfa að vera eins leiktæki á öllum leikvöllum? Hvernig eiga eldri borgarar að geta sótt þjónustu gangandi ef þeir geta ekki hvílt sig á bekk á leiðinni? Mega hundarnir hvergi vera? Fjölmargir íbúar spyrja þessara réttmætu spurninga og borgarfulltrúar hafa til margra ára ekki getað svarað öðruvísi en að ganga í einstök mál. Úr verður óskipulögð borg opinna svæða sem tekur tillit til margra að litlu leyti, sumra að engu leyti, og á mismunandi hátt í ólíkum hverfum. Tillaga um gerð leikjastefnu Reykjavíkur var samþykkt í umhverfis- og samgönguráði í júní 2009. Tillagan gerði ráð fyrir að unnið væri að breskri og hollenskri fyrirmynd. Samkvæmt henni er núverandi notkun svæða, gönguleiða og leiktækja í hverju hverfi skoðuð. Íbúafundir eru haldnir um hvað vantar og sérstök skoðun fer fram á þörfum hópa eins og til dæmis eldri borgara, unglinga og hundaeigenda. Nú þegar liggur fyrir fyrsta úttekt á Vesturbænum. Hún leiddi m.a. í ljós nauðsyn þess að tryggja öruggar gönguleiðir að vinsælum svæðum. Næsta verkefni er samtal við íbúa um þarfir ólíkra hópa og skráning á því hvernig íbúar nota eða nota ekki núverandi svæði. Þegar illa stendur á í fjármálum eru líkur á að dýrmæt svæði borgarinnar drabbist niður. Viðhald er skorið við nögl og endurnýjun leiktækja í lágmarki. Þá er mikilvægara en áður að hafa skýra stefnu um hvernig eigi að verja því fé sem til er. Borgarstjórn Reykjavíkur og hverfisráðin þurfa að setja kraft í að vinna þessa leikjastefnu áfram. Forgangsröðun fjárfestinga munu þá grundvallast á vel útfærðri leikjastefnu. Slíkt getur til dæmis leitt til þess að íbúar sameinist um að efla verulega eitt opið leiksvæði á kostnað nokkurra lítilla svæða. Þannig vinnst fjármagn til fjárfestinga og viðhalds og betri sátt um leiksvæði borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Af hverju eru ekki fleiri ungbarnarólur á leikvöllum? Getur borgin ekki sett niður brettagarða fyrir unglinga? Hvar eru trimmtækin við hlaupaleiðir? Þurfa að vera eins leiktæki á öllum leikvöllum? Hvernig eiga eldri borgarar að geta sótt þjónustu gangandi ef þeir geta ekki hvílt sig á bekk á leiðinni? Mega hundarnir hvergi vera? Fjölmargir íbúar spyrja þessara réttmætu spurninga og borgarfulltrúar hafa til margra ára ekki getað svarað öðruvísi en að ganga í einstök mál. Úr verður óskipulögð borg opinna svæða sem tekur tillit til margra að litlu leyti, sumra að engu leyti, og á mismunandi hátt í ólíkum hverfum. Tillaga um gerð leikjastefnu Reykjavíkur var samþykkt í umhverfis- og samgönguráði í júní 2009. Tillagan gerði ráð fyrir að unnið væri að breskri og hollenskri fyrirmynd. Samkvæmt henni er núverandi notkun svæða, gönguleiða og leiktækja í hverju hverfi skoðuð. Íbúafundir eru haldnir um hvað vantar og sérstök skoðun fer fram á þörfum hópa eins og til dæmis eldri borgara, unglinga og hundaeigenda. Nú þegar liggur fyrir fyrsta úttekt á Vesturbænum. Hún leiddi m.a. í ljós nauðsyn þess að tryggja öruggar gönguleiðir að vinsælum svæðum. Næsta verkefni er samtal við íbúa um þarfir ólíkra hópa og skráning á því hvernig íbúar nota eða nota ekki núverandi svæði. Þegar illa stendur á í fjármálum eru líkur á að dýrmæt svæði borgarinnar drabbist niður. Viðhald er skorið við nögl og endurnýjun leiktækja í lágmarki. Þá er mikilvægara en áður að hafa skýra stefnu um hvernig eigi að verja því fé sem til er. Borgarstjórn Reykjavíkur og hverfisráðin þurfa að setja kraft í að vinna þessa leikjastefnu áfram. Forgangsröðun fjárfestinga munu þá grundvallast á vel útfærðri leikjastefnu. Slíkt getur til dæmis leitt til þess að íbúar sameinist um að efla verulega eitt opið leiksvæði á kostnað nokkurra lítilla svæða. Þannig vinnst fjármagn til fjárfestinga og viðhalds og betri sátt um leiksvæði borgarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar