Gegn umsókn eða aðild? Svavar Gestsson skrifar 12. júlí 2010 06:00 Hafin er mikil hreyfing gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Mjög áberandi í þeirri hreyfingu er Sjálfstæðisflokkurinn. Í greinargerð með tillögu til þings-ályktunar um að taka umsóknina til baka er tjaldað til röksemdum gegn umsókn fremur en aðild. Kvartað er um slælegan undirbúning stjórnvalda, kostnað við aðildarumsóknina og ágreining ríkisstjórnarflokkanna um málið! Ég hélt satt að segja að það væri kostur í augum andstæðinga ESB. Í greinargerðinni eru nefnd 20 atriði sem nær öll eru tæknilegs eðlis eða út í hött eins og það síðastnefnda. Nú er það vitað að stjórnarflokkurinn Vinstri hreyfingin grænt framboð er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það kom skýrt fram í atkvæðaskýringum um umsóknartillöguna á Alþingi fyrir tæpu ári auk þess sem það hefur verið margstaðfest af flokknum. Það skyldi maður ætla að væri fagnaðarefni allra ESB-andstæðinga en þess sér ekki stað. Í umræðunum núna er allt reynt sem unnt er af hálfu Sjálfstæðis-flokksins til að gera lítið úr afstöðu VG sem er á móti aðild en vill engu að síður láta reyna á umsóknarferlið. Rök þessa fólks í VG hafa verið þau að það verði að afgreiða þetta mál ella hangi það yfir höfði landsmanna eins og óleyst gáta sem truflar alla eðlilega pólitíska einbeitingu. Þess vegna sé skynsamlegt að láta á málið reyna efnislega. Og svo er sagt að þjóðin ráði því sem mestu skiptir: Lokaafgreiðslu málsins. Með lýðræði. Raunar telja þessir andstæðingar ESB aðildar jafnvel að aðildin verði felld og að þetta sé greiðasta leiðin til að útkljá málið svo þeim líki. Sumir segja: Samþykkjum umsókn til að fella aðild. Spurning er hins vegar hvort hin nýja mótmælahreyfing Sjálfstæðisflokksins gegn umsókninni - með óljósri afstöðu og tæknilegri til aðildar - kallar ekki á nauðsyn þess að þeir andstæðingar ESB aðildar sem styðja umsóknarferlið stofni sérstaka og nýja hreyfingu gegn aðild að ESB. Af því að þetta fólk styður engan veginn Sjálfstæðisflokkinn og vaxandi belging hans í ESB umræðunni þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Hafin er mikil hreyfing gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Mjög áberandi í þeirri hreyfingu er Sjálfstæðisflokkurinn. Í greinargerð með tillögu til þings-ályktunar um að taka umsóknina til baka er tjaldað til röksemdum gegn umsókn fremur en aðild. Kvartað er um slælegan undirbúning stjórnvalda, kostnað við aðildarumsóknina og ágreining ríkisstjórnarflokkanna um málið! Ég hélt satt að segja að það væri kostur í augum andstæðinga ESB. Í greinargerðinni eru nefnd 20 atriði sem nær öll eru tæknilegs eðlis eða út í hött eins og það síðastnefnda. Nú er það vitað að stjórnarflokkurinn Vinstri hreyfingin grænt framboð er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það kom skýrt fram í atkvæðaskýringum um umsóknartillöguna á Alþingi fyrir tæpu ári auk þess sem það hefur verið margstaðfest af flokknum. Það skyldi maður ætla að væri fagnaðarefni allra ESB-andstæðinga en þess sér ekki stað. Í umræðunum núna er allt reynt sem unnt er af hálfu Sjálfstæðis-flokksins til að gera lítið úr afstöðu VG sem er á móti aðild en vill engu að síður láta reyna á umsóknarferlið. Rök þessa fólks í VG hafa verið þau að það verði að afgreiða þetta mál ella hangi það yfir höfði landsmanna eins og óleyst gáta sem truflar alla eðlilega pólitíska einbeitingu. Þess vegna sé skynsamlegt að láta á málið reyna efnislega. Og svo er sagt að þjóðin ráði því sem mestu skiptir: Lokaafgreiðslu málsins. Með lýðræði. Raunar telja þessir andstæðingar ESB aðildar jafnvel að aðildin verði felld og að þetta sé greiðasta leiðin til að útkljá málið svo þeim líki. Sumir segja: Samþykkjum umsókn til að fella aðild. Spurning er hins vegar hvort hin nýja mótmælahreyfing Sjálfstæðisflokksins gegn umsókninni - með óljósri afstöðu og tæknilegri til aðildar - kallar ekki á nauðsyn þess að þeir andstæðingar ESB aðildar sem styðja umsóknarferlið stofni sérstaka og nýja hreyfingu gegn aðild að ESB. Af því að þetta fólk styður engan veginn Sjálfstæðisflokkinn og vaxandi belging hans í ESB umræðunni þessa dagana.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar