Skila verkferlar gegn kynferðisofbeldi árangri? 20. ágúst 2010 06:00 Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar