Fórnar öllu fyrir draumastarfið í Bandaríkjunum 29. september 2010 09:00 New york! New York! Líney heldur til New York í lok vikunnar og hefur störf á mánudaginn hjá einu stærsta almannatengslafyrirtæki heims. „Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira