Ögmundur vill skoða niðurstöðuna betur Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 21:22 Ögmundur Jónasson var óánægður með fyrri samning um Icesave. Mynd/ Anton. „Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur. Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur.
Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira