Dagar kvenna og hagtalna Brynhildur Björnsdóttir skrifar 22. október 2010 06:00 Dagarnir líða og allir eru þeir helgaðir einhverju ákveðnu. Það sem af er október hafa liðið bleiki dagurinn og fjólublái dagurinn, dagur hvíta stafsins, dagur gegn einelti, dagur án ofbeldis, dagur myndlistar, dagur samkeppnishæfni og PBS-dagurinn, dagur hrunsins og alþjóðlegur dagur öndunarmælinga. Í fyrradag var dagur hagtalna og á mánudaginn er dagur kvenna. Ég tilheyri báðum hópum þó að það hafi mismikil áhrif á líf mitt. Sem hagtala er ég háskólagráður=3, skuldir=slatti, bíll=já, sambúð=1, framleiðni=2 (börn), kyn= (ekki karlmaður). En það að ég er kona hefur litað allt mitt líf. Það hefur haft áhrif á klæðaburð minn frá því í frumbernsku og fram á þennan dag, það hafði áhrif á hvernig ég lék mér, og á skólagöngu mína þar sem ég var þæg og iðin og uppskar í samræmi við það á meðan strákar höfðu hærra, létu verr og kölluðu yfir sig meiri athygli og sérmeðferð. Það að ég er kona gerir það að verkum að ég labba aldrei ein heim úr bænum í myrkri og reyni að vera réttu megin við örmjóa línuna milli þess að vera fín og vera glyðruleg, sem aftur gerir mig skotmark fyrir athugasemdir um kynlíf mitt og snertingar sem ég kæri mig ekki um. Og hef alltaf reynt að standa mig að minnsta kosti jafn vel í vinnunni og strákarnir sem ég vinn með því ég fæ alltaf harðari gagnrýni en þeir. Það að ég er kona gerir mig líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en ef ég væri það ekki og ólíklegra er að sá sem beitir mig því hljóti refsingu fyrir verk sín. Það gerir mig sjálfkrafa minna eftirsóknarverðan starfskraft framan af starfsævinni því hver vill ráða einhvern til vinnu sem nánast örugglega mun á einhverju skeiði detta út í að minnsta kosti hálft ár, kannski heilt, til að ganga með börn og annast þau í frumbernsku? Svo eru allir veikindadagarnir og starfsdagarnir og tannlæknaheimsóknirnar sem ég verð síðan treg til að bæta upp með því að vinna á kvöldin og um helgar. Og það að ég er hagtalan kona þýðir að á mánudaginn klukkan 14.25 er ég búin að vinna minn hluta af átta stunda vinnudegi miðað við launamuninn sem er milli mín og hagtölukarlsins á næsta borði. Og það þýðir líka að þá geng ég út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Dagarnir líða og allir eru þeir helgaðir einhverju ákveðnu. Það sem af er október hafa liðið bleiki dagurinn og fjólublái dagurinn, dagur hvíta stafsins, dagur gegn einelti, dagur án ofbeldis, dagur myndlistar, dagur samkeppnishæfni og PBS-dagurinn, dagur hrunsins og alþjóðlegur dagur öndunarmælinga. Í fyrradag var dagur hagtalna og á mánudaginn er dagur kvenna. Ég tilheyri báðum hópum þó að það hafi mismikil áhrif á líf mitt. Sem hagtala er ég háskólagráður=3, skuldir=slatti, bíll=já, sambúð=1, framleiðni=2 (börn), kyn= (ekki karlmaður). En það að ég er kona hefur litað allt mitt líf. Það hefur haft áhrif á klæðaburð minn frá því í frumbernsku og fram á þennan dag, það hafði áhrif á hvernig ég lék mér, og á skólagöngu mína þar sem ég var þæg og iðin og uppskar í samræmi við það á meðan strákar höfðu hærra, létu verr og kölluðu yfir sig meiri athygli og sérmeðferð. Það að ég er kona gerir það að verkum að ég labba aldrei ein heim úr bænum í myrkri og reyni að vera réttu megin við örmjóa línuna milli þess að vera fín og vera glyðruleg, sem aftur gerir mig skotmark fyrir athugasemdir um kynlíf mitt og snertingar sem ég kæri mig ekki um. Og hef alltaf reynt að standa mig að minnsta kosti jafn vel í vinnunni og strákarnir sem ég vinn með því ég fæ alltaf harðari gagnrýni en þeir. Það að ég er kona gerir mig líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en ef ég væri það ekki og ólíklegra er að sá sem beitir mig því hljóti refsingu fyrir verk sín. Það gerir mig sjálfkrafa minna eftirsóknarverðan starfskraft framan af starfsævinni því hver vill ráða einhvern til vinnu sem nánast örugglega mun á einhverju skeiði detta út í að minnsta kosti hálft ár, kannski heilt, til að ganga með börn og annast þau í frumbernsku? Svo eru allir veikindadagarnir og starfsdagarnir og tannlæknaheimsóknirnar sem ég verð síðan treg til að bæta upp með því að vinna á kvöldin og um helgar. Og það að ég er hagtalan kona þýðir að á mánudaginn klukkan 14.25 er ég búin að vinna minn hluta af átta stunda vinnudegi miðað við launamuninn sem er milli mín og hagtölukarlsins á næsta borði. Og það þýðir líka að þá geng ég út.